Herjólfur kaupir fasteign
Hluthafi samþykkti á aðalfundi Herjólfs ohf. þann 10. apríl sl., að tillögu stjórnar Herjólfs ohf., kauptilboð sem stjórnin og eigendur fasteignarinnar Básaskersbryggju 2, hluti jarðhæðar hafa undirritað. Um mikilvæga eign er að ræða á hafnarsvæði við Básaskersbryggju sem er þjónustusvæði Herjólfs. Bæjarráð samþykti á fundi sínum kauptilboðið fyrir sitt leyti og vísar ákvörðuninni til staðfestingar […]
Rútuferðir í Kaplakrika
Undanúrslitarimman hjá karlaliði ÍBV gegn FH hefst á sunnudag klukkan 17:00. Boðið verður upp á hópferð á leikinn í samstarfi við Ísfélag og Herjólf. Þeir sem vilja skrá sig getað gert það hér: https://forms.gle/i3crDny5ihusDrWUA Farið verður með 12:00 ferðinni upp á land á sunnudag. (meira…)
Íbúafundur í dag
Í dag 10.apríl fer fram íbúafundur um málefni Herjólfs ohf kl. 17:30 í Akóges. Dagskrá: Fundur opnaður: Páll Scheving, stjórnarformaður Herjólfs ohf. Erindi: Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Pallborð: Umræður og fyrirspurnir Jóhann Pétursson stýrir fundinum. (meira…)
Siglt eftir sjávarföllum
Herjólfur hefur gefið út að siglt verði til Landeyjahafnar eftir sjávarföllum út sunnudaginn skv. eftirfarandi áætlun. Dýpkun hefst vonandi á laugardag, verða ekki aðstæður til þess að byrja fyrr. Fimmtudagur 16.nóvember Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00,17:00, 19:30 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 09:30, 18:15, 20:45 Föstudagur 17.nóvember Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:00, 18:00, 20:30 Brottför […]
Fyrri ferð Herjólfs fellur niður
Tekin hefur verið sú ákvörðun að fella niður siglingar fyrri part dags v/veðurs og sjólags. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni því skilning, kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi. Hvað varðar siglingar seinnipartinn í dag, þá verður gefin út tilkynning fyrir kl. […]
Niðurstaða í lok mánaðar
Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarstjórnar í vikunni sem leið. Fram kom að bæjarstjórn fundaði í byrjun vikunnar með viðræðunefnd um stöðu viðræðna um nýjan þjónustusamning ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um ferjusiglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar/Þorlákshafnar. Góður gangur er í viðræðunum og vonast er til að niðurstaða liggi fyrir í lok september. (meira…)
Samþykkja hækkun og gera kröfu að rekstur félagsins sé sjálfbær
Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í gær, en á síðasta fundi ráðsins, sem haldinn var þann 4. maí sl., var ákveðið að fresta afgreiðslu erindis frá stjórn Herjólfs ohf. þar óskað var eftir samþykki bæjarráðs á hækkun gjaldskrár Herjólfs. Ákvað bæjarráð að óska eftir fundi með fulltrúum stjórnarinnar til þess að ræða […]
Gjaldskrá Herjólfs hækkar um 9% í næstu viku
Fundur var haldinn í stjórn Herjólfs ohf. þann 13. apríl síðastliðinn. Á dagskrá fundarins var einn dagskrárliður, breyting á gjaldskrá. Lagt var til að gjaldskrá Herjólfs hækki um 9% á farþega og farartæki frá 5. maí 2023. Gjald fyrir kojur/klefa, atvinnutæki og stærri flutninga mun haldast óbreytt. Fram kemur í fundargerð að framlög ríkisins til […]
Endurnýjun og endurskoðun á samningi um rekstur Herjólfs
Endurnýjun og endurskoðun á samningi um rekstur Herjólfs var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í vikunni sem leið. Forseti bæjarstjórnar vísaði í tölvupóst sem hann sendi bæjarfulltrúum í byrjun febrúar með uppkasti að bréfi til innviðaráðherra þar sem farið var fram á endurnýjun og endurskoðun á samningi um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Að fengnu samþykki allra […]
Stjórn Herjólfs ohf. endurskoðar afslætti
Stjórn Herjólfs ohf. hefur undanfarið ár haft til skoðunar afsláttarkjör þau sem fyrirtækjum hefur staðið til boða af verðskrá vegna þjónustu ferjunnar Herjólfs. Þetta kemur fram í fundargerð félagsins frá því í október. Herjólfur ohf. er markaðsráðandi fyrirtæki í þeim rekstri sem fyrirtækið er í enda eina ferjan sem siglir á milli Íslands og Vestmannaeyja […]