Við munum tryggja að samgöngur verði með þeim hætti sem þær þurfa að vera

Frá og með miðnætti í kvöld mun rekstrarfélagið Herjólfur ohf. taka við sjósamgöngum okkar Vestmannaeyinga. Upphaflegt plan var að sigla nýju skipi í Landeyjarhöfn með fyrstu ferð í fyrramálið klukkan sjö, en eins og staðan er siglir gamli Herjólfur til Þorlákshafnar í fyrramálið. Blaðamaður Eyjafrétta hitti á Guðbjart Ellert Jónsson framkvæmdastóri Herjólfs ohf. í dag […]

Herjólfur ofh. tekur við rekstri Herjólfs

Vegagerðin og Herjólfur ohf. gerðu í dag með sér samkomulag vegna siglinga gamla Herjólfs. En Herjólfur ohf. tekur í fyrramálið við rekstri á siglingum milli lands og Vestmannaeyja sem Sæferðir/Eimskip hefur sinnt mörg undanfarin ár. Herjólfur ohf. er í eigu Vestmannabæjar. Forstjóri Vegagerðarinnar skrifaði undir samkomulagið í Reykjavík ásamt fulltrúm Herjólfs ohf. en síðar í […]

Afkastageta verktakans við dýpkun er með öllu óásættanleg

Á fund Bæjarráðs í dag kom Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. og greindi frá stöðu undirbúnings félagsins á yffirtöku á rekstri Herjólfs og nýrrar Vestmannaeyjaferju. Hann telur að félagið sé undir það búið að taka yfir rekstur Herjólfs þann 30. mars. Búið er að ganga frá ráðningarsamningum nær allra áhafna ferjunnar (skipstjóra, vélstjóra, […]

Herjólfur tilbúinn og bíður afhendingar

Nýja Vest­manna­eyja­ferj­an Herjólf­ur er full­bú­in og til­bú­in til af­hend­ing­ar ytra. Pólska skipa­smíðastöðin hef­ur sent Vega­gerðinni til­kynn­ingu um það. Enn hef­ur ekki verið ákveðin dag­setn­ing fyr­ir af­hend­ingu. Björg­vin Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri BP Shipp­ing Agency Ltd. sem er umboðsaðili Crist skipa­smíðastöðvar­inn­ar í Gdynia, seg­ir að flokk­un­ar­fé­lag sé búið að taka út skipið. Full­trúi Sam­göngu­stofu sé vænt­an­leg­ur um helg­ina […]

Nýr Herjólf­ur prófaður á sjó í lok janú­ar

Starfs­menn skipa­smíðastöðvar­inn­ar Crist í Gdynia í Póllandi vinna við frá­gang á nýja Herjólfi. Stefnt er að því að skipið verði af­hent Vega­gerðinni í næsta mánuði og all­ar áætlan­ir rekstr­araðilans miða að því að hann hefji sigl­ing­ar 30. mars. Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­fé­lags Herjólfs sem Vest­manna­eyja­bær stend­ur á bak við, seg­ir að und­ir­bún­ing­ur fyr­ir rekst­ur­inn […]

Kosmos & Kaos mun gera nýja heimasíðu Herjólfs

Í byrjun desember var samið við Kosmos & Kaos  um að hanna nýja heimasíðu fyrir Herjólf ohf. Guðbjartur Ellertsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. sagði í samtali við Eyjafréttir að það hefði verið leitað til 4 fyrirtækja og óskað eftir tilboðum í ákveðna tilgreinda þætti í vefumhverfi fyrir hið nýstofnaða félag, „þar á meðal hönnun, ráðgjöf, heimasíðu og bókunarvél. […]

Ótrúlega skrýtin umræða um Herjólf ohf.

Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með umræðunni um málefni Herjólfs ohf. undanfarnar vikur. Umræðu sem einkennst hefur af upphrópunum og ályktunum sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Blásið hefur verið upp moldviðri trekk í trekk og maður spyr sig óneitalega hver tilgangurinn sé. Er virkilega til staðar í Eyjum einbeittur vilji til að […]