Herjólfur í slipp

Herjólfur IV á pantaða upptöku hjá Slippnum á Akureyri 18. september. Skipið fer úr áætlun 15. september og kemur við í Hafnarfirði þar sem fer fram björgunaræfing og yfirferð á björgunarbúnaði áður en siglt er norður á Akureyri. Gert er ráð fyrir að skipið verði allt að átta daga á þurru en siglingin tekur tvo […]
Nýr Herjólfur bundinn við bryggju

Margir hafa eflaust furðað sig á því hvers vegna Herjólfur III siglir nú milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á meðan nýja ferjan liggur bundin við bryggju. Aðspurður hafði Guðbjartur Ellert Jónsson þetta að segja: “Þegar við vorum komin í þá stöðu að þurfa að setja gamla undir, vegna þess að höfnin í Þorlákshöfn er ekki klár […]
Kann ekki að vera Konni

Þá er rétt að halda áfram þar sem frá var horfið síðar hluta júlí í upprifjun á sögulegum staðreyndum er varðar Herjólf ohf og aðkomu bæjarstjórnar að þeim málum. Það er enn af nógu að taka. Var kjörinn formaður stjórnar en síðan látinn víkja Að afloknum bæjarstjórnarkosningum, þar sem að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meirihlutanum og nýr […]
Þorlákshöfn ekki klár í að taka á móti nýja skipinu

„Ófært er orðið til Landeyjahafnar og því siglir gamli Herjólfur til Þorlákshafnar frá Vestmannaeyjum kl. 15:30 og frá Þorlákshöfn kl 19:15,“ segir í tilkynningu á Facebook síðu Herjólfs sem birt var rétt í þessu. Spáð er hækkandi ölduhæð við Landeyjahöfn í dag en kl. 13.53 stóð hún í 2,5 m. „Það er mikill vindur þarna […]
Tugir bíla sátu fastir í nýja Herjólfi – sá gamli tekinn við

Bilun í glussakerfi á nýjum Herjólfi olli því að ekki var hægt að opna afturhlera skipsins nú fyrir stundu. Brugðið var til þess ráðs að snúa skipinu og hleypa bílunum út að framan. Ekki vildi hins vegar betur til en svo að hlerinn sem á að tengjast við landbrúnna náði ekki alla leið og því […]
Ný ferja og reynslumikið starfsfólk hefur auðveldað flutningana

Herjólfur er enn í óðaönn að ferja gesti Þjóðhátíðar yfir á meginlandið en vel hefur gengið að koma fólki heim. „Vissulega er þetta ein stærsta og mesta álagshelgi sem við sinnum á hverju ári,” sagði Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdarstjóri Herjólfs í samtali við Eyjafréttir. „Nýja ferjan kom vel út en hún tekur meira af farartækjum […]
Stefnt að því að nýja ferjan sigli á fimmtudag

Stefnt er að því að siglingar hefjist á nýju ferjunni fimmtudaginn 18. Júlí n.k. Nú liggur fyrir að nýja ferjan getur farið að hefja siglingar samkvæmt siglingaáætlun félagsins. Unnið er að lokafrágangi á ökubrú í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn. Frágangur miðar að því að báðar ferjurnar geti silgt á hafnirnar, lestað og losað farartæki. Næstu daga […]
Nýr Herjólfur flytur fleiri farþega

Samgöngustofa hefur gefið út farþegaleyfi fyrir nýja Herjólf. Það nær til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar eða Þorlákshafnar. Einhverjir dagar eru þar til ferjan hefur áætlunarferðir, að sögn Guðbjarts Ellerts Jónssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Hann segir að lagfæra þurfi ekjubrýr. Gera þarf minni háttar breytingar í Landeyjahöfn og Þorlákshöfn og örlítið meiri breytingu í Vestmannaeyjum […]
Nýr Herjólfur kemur til Eyja þann 15. júní

Ef allt gengur eftir áætlun verður nýr Herjólfur afhentur nýjum eiganda, Vegagerðinni, í Póllandi næsta sunnudag. Hann kemur þá til hafnar í Vestmannaeyjum hinn 15. júní. Þetta staðfestir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., í Morgunblaðinu í dag. „Við gerum ráð fyrir að vera um sex sólarhringa á leiðinni. Það er stefnt að því […]
Herjólfur siglir næturferð með frakt

Herjólfur siglir næturferð frá Vestmannaeyjum í kvöld til Þorlákshafnar og þá eingöngu með frakt. Er þetta tilraun sem mikið hefur verið rædd og ákveðið hefur verið að prófa. “Það hefur verið vaxandi eftirspurn eftir flutningum en á sama tíma eru fólksflutningar að aukast. Ástandið er að öllu jöfnu viðráðanlegt meðan Landeyjarhöfn er opin og tíðari brottfarir […]