Bærinn hefur greitt 566 milljónir með rekstri hraunbúða

Málefni Hraunbúða voru rædd á fundi bæjarráðs í gær. Undanfarin ár hefur Vestmannaeyjabær lagt töluvert fé til reksturs Hraunbúða, dvalar- og hjúkrunarheimili, þrátt fyrir að ríkinu beri að fjármagna þann rekstur á fjárlögum. Framlög Vestmannaeyjabæjar til rekstursins hafa aukist frá ári til árs án þess að bærinn geti haft þar áhrif á. Í lok árs […]

Nýr samningur er mikil afturför frá fyrri samningi

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu eru samningsaðilar Vestmannaeyjabæjar og hafa umboð til að berjast fyrir hönd sveitafélagsins um bættan þjónustusamning við ríkið en Hraunbúir fellur undir þennan samning. “Yfirlýsing samningsnefndar SFV segir allt um stöðu mála í samskiptum við ríkið og lýsa vel stöðu reksturs Hraunbúða. Það er með ólíkindum hvernig framkoma ríkisins er í þessu […]

Vígðu nýjar þjónustuíbúðir – myndir

Síðastliðið sumar tók Vestmannaeyjabær í notkun fimm þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara í Eyjahrauni 1. Íbúðirnar eru fimm og alls sex íbúar. “Þetta fyrirkomulag á búsetuformi hefur ekki áður verið hjá Vestmannaeyjabæ, svo þetta er í þróun. Með tímanum verða teknar inn fleiri íbúðir í þetta þjónustufyrirkomulag, þar af ein til viðbótar fyrrihluta næsta árs. Þjónustuíbúðir […]

Una Sigríður Ásmundsdóttir nýr hjúkrunarforstjóri Hraunbúða

Úrvinnsla umsókna í stöðu hjúkrunarforstjóra Hraunbúða er lokið og hefur Una Sigríður Ásmundsdóttir verið ráðin í starfið. Una útskrifaðst sem sjúkraliði frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum 2007 og BS gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 2013. Hún hefur unnið sem sjúkraliði og hjúkrunarfræðingur á HSU og á Hraunbúðum og leyst af sem starfandi hjúkrunarforstjóri Hraunbúða […]

Samningaviðræður í hnút

Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráð í vikunni fór fram Kynning á stöðu samningaviðræðna við ríkið um rammasamning hjúkrunarheimila. Forsaga málsins er sú að árið 2016 var gerður rammasamningur milli Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sjúkratrygginga Íslands um rekstur hjúkrunar-, dvalar-, og dagdvalarrýma. Samhliða þessum samningi voru gerðar ýmsar kröfur til stofnanna […]

Heilsuræktartæki gefin til Hraunbúða

Stjórn Minningarsjóðs um hjónin Guðmund Eyjólfsson (1885-1924) og Áslaugu Eyjólfsdóttir (1880-1952) frá Miðbæ við Faxastíg í Vestmannaeyjum afhenti í dag  Dvalarheimilinu  Hraunbúðum sett af heilsuræktartækjum.  Eru það hlaupabretti, þrekhjól, stórt sjónvarp og tölva með snertiskjá ásamt áskrift af hjólaleiðum.  Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur og eiginmaður hennar  Birgir Þór Baldvinsson afhentu tækin fyrir hönd sjóðsins , en […]

Endurbætt eldhús tekið í notkun á Hraunbúðum

Nú um helgina var eldhúsið á Hraunbúðum tekið í notkun aftur eftir miklar endubætur, þesssu er greint frá á heimasíðu Hraunbúða. Framkvæmdirnar hófust í nóvember 2018 og þá var fyrri hlutinn tekinn í gegn þar sem skipt var um lagnir og niðuföll löguð ásamt því að allt var stífmálað og gólfið flotað og flísalagt. Ekki […]

Farið í saumana á rekstri Hraunbúða

Á fundi bæjarráðs síðastliðinn þriðjudag var lögð fram beiðni um fjármagn til að kosta greiningarvinnu á rekstrarkostnaði, þjónustu og mönnun Hraunbúða og samanburð við aðrar sambærilegar einingar. Fór svo að bæjarráð samþykkti fjárheimildina, að upphæð 2,5 m.kr, með tveimur atkvæðum E- og H-lista gegn einu atkvæði D-lista. Greiningin verður framkvæmd af Noltu-ráðgjöf og þjálfun. Trausti Hjaltason […]

Komdu í heimsókn!

Það er tvennt sem við getum stólað á í lífinu; annað hvort verðum við gömul eða deyjum áður. Það að tilheyra er ein stærsta þörf manneskjunar og minnkar ekkert með aldrinum þó færni skerðist. Hjúkrunar- og dvalarheimili reyna eftir bestu getu að mæta þessari þörf og eru sífellt að efla tækifæri til félagsstarfa. En dýrmætustu […]

Þjóðhátíðarpartý á Hraunbúðum

Hið árlega þjóðhátíðarpartý á Hraunbúðum var haldið í gær. Jarl mætti með gítarinn og skemmti fólki og boðið var uppá dýrindis þjóðhátíðarbakkelsi. Partýið átti upphaflega að vera á pallinum en var fært inn sökum veðurs, stemmingin var ekki verri við það. (meira…)