Tveir í sóttkví í Eyjum, fáein sýni verið tekin

Hjörtur Kristjánsson framkæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendi frá sér í kvöld upplýsingar um stöðuna á Kórónaveirunni. Þar kemur fram að 23 einstaklingar eru í sóttkví á Suðurlandi. Einnig er eitthvað um að fólk færist til milli húsnæða sérstaklega milli eigins heimilis og og sumarbústaðs í sóttkví/einangrun og vegna slíkra flutninga eru t.d. núna engir […]

Lokað fyrir heimsóknir á HSU

Í ljósi þess að upp hefur komið samfélagssmit COVID-19 veirunnar á Íslandi og lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna þá hefur framkvæmdastjórn HSU tekið þá ákvörðun að frá og með í kvöld 6. mars verði allar legudeildir HSU lokaðar gestum allan sólarhringinn nema í sérstökum undantekningatilvikum. Þetta er gert með hagsmuni skjólstæðinga í huga, þ.e.a.s.  til að vernda viðkvæma […]

Jól og áramót fóru vel fram í Eyjum

Eyjamenn tóku á móti nýju ári með hressilegri skothríð eins og hefð er fyrir. Engin útköll bárust til lögreglu vegna flugendaslysa eða bruna.  Áramótin fóru fram með ágætum og engin teljanleg mál sem komu upp á þeim bænum. Slökkviliðið fékk frí Sama var að segja hjá slökkviliðinu en ekkert útkall barst um áramótin. „Nei við sluppum […]

Oddfellowstúkan Vilborg kom færandi hendi

Í tilefni af 200 ára afmæli Oddfellow reglunnar kom systrastúkan Vilborg færandi hendi og gaf Sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum sex vökvateljara, tvær veglegar stangir og vökvasett. Það er ómetanlegt fyrir Sjúkradeildina að fá þessar góðu gjafir sem eiga eftir að nýtast við lyfja, vökva og blóðgjafir í æð. Arna Huld Sigurðardóttir og Iðunn Dísa Jóhannesdóttir […]

Efling geðheilbrigðisþjónustu og auka fjárveiting til landsbyggðarinnar

Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að 630 milljónum króna af fjárlögum ársins verður ráðstafað til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu, þar af fær Heilbrigðisstofnun Suðurlands 58 milljónir. Stöðugildum sálfræðinga í heilsugæslum verður fjölgað og geðheilsuteymi verða efld og byggð upp um allt land. Svandís talaði á fundinum um mikilvægi þess að landsmenn eigi allir greiðan aðgang […]

Bráðaþjónustu þarf að efla til að öryggi íbúa verði tryggt

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var lögð fram sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa varðandi heilbrigðismál í bænum. Þar lýsa bæjarfulltrúar yfir ánægju yfir því að læknum búsettum í Vestmannaeyjum sem starfa á HSU fari fjölgandi og óskandi að sú jákvæða þróun haldi áfram. Nauðsynlegt er jafnframt að sú grunnþjónusta sem boðið hefur verið upp á hingað […]

Lions gefur fjölþjálfa til HSU

þann 22. nóvember 2018 kom hópur manna úr Lionsklúbbi Vestmannaeyja á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum og færði stofnunni tækjagjöf. Um er að ræða fjölþjálfa af gerðinni Nustep T5XR og æfingabekk af gerðinni Follo Diem 3Section.  Heildarverðmæti gjafarinnar er 1.400.000. Tækin er kærkomin viðbót í tækjasal sjúkraþjálfunar í Vestmannaeyjum og koma sér einstaklega vel. Með þessari […]

Fleiri hundruð sem búa fjarri fæðingarþjónustu

Félags- og jafnfréttisráðherra hyggst í samvinnu við heilbrigðisráðherra stofna starfshóp til að fara heildstætt yfir aðstæður barnshafandi kvenna á landsbyggðinni með tilliti til staðsetningar fæðingarþjónustu. Hátt á þriðja hundrað börn fæðast árlega sem eiga foreldra sem búa yfir hundrað kílómetra frá fæðingarþjónustu, þetta kemur fram í frétt á rúv.is Í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.