Stefnir í áhorfendamet í íþróttamiðstöðinni

Þriðji úrslitaleikur ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla fer fram í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.15. Mikið verður um dýrðir í kringum leikinn enda ekki útilokað að úrslit ráðist í kapphlaupinu um Íslandsbikarinn. ÍBV stendur vel að vígi eftir tvo sigurleiki, 33:27 og 29:26. Haukar hafa ekki […]
Ellert Scheving ráðinn framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags

Ellert Scheving hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags. Hann mun hefja störf nú þegar en Haraldur verður honum til halds og trausts til mánaðarmóta þegar hann lætur af störfum. Þetta staðfesti Sæunn Magnúsdóttir formaður aðalstjórnar ÍBV við Eyjafréttir. Það vekur athygli að Ellert var kynntur sem til starfa sem framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV um miðjan síðasta […]
Staðfestir leiktímar úrslitaleikja í Eyjum á laugardaginn
Búið er að staðfesta leiktíma á úrslitaleikjum Olísdeildar karla og kvenna sem fram fara í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Verðurútlit hefur oft verið betra og hugsanlegt er að sigla verði frá Þorlákshöfn og aftur til baka um kvöldið klukkan 18. Fyrsti úrslitaleikur ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitil karla hefst klukkan 13. Þriðja viðureign ÍBV og Vals […]
Samstarf ÍBV og KFS heldur áfram

ÍBV hefur lánað þá Sigurð Grétar Benónýsson og Ólaf Hauk Arilíusson yfir í KFS í sumar. Sigurður er 27 ára framherji sem á að baki 95 leiki í meistaraflokki, hann hefur undanfarin ár spilað með ÍBV og Vestra. Siggi hefur verið að glíma við meiðsli og ætlar að koma sér almennilega á skrið aftur. Hann […]
Áframhaldandi starfsamningur við ÍBV

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Sæunn Magnúsdóttir formaður ÍBV íþróttafélags undirrituðu áframhaldandi samstarfsamning milli bæjarins og félagsins í vikunni. Frá þessu er greint í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar. “ÍBV skiptir samfélagið í Eyjum miklu máli. Félagið heldur úti öflugu íþróttastarfi og auk þess heldur ÍBV íþróttafélag fjóra stóra viðburði á ári hverju; þjóðhátíð, tvo stór fótboltamót […]
Klárast einvígið í Krikanum í kvöld?

ÍBV vann ævintýralegan sigur á FH í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum á sunnudag, 31:29, eftir framlengingu. ÍBV er með tvo vinninga og þarf aðeins einn í viðbót til þess að binda enda á rimmuna og leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liðin mætast í kvöld […]
Víkingar mæta á Hásteinsvöll

Sjötta umferð Bestu deildar karla klárast í kvöld með fjórum leikjum. Fjörið hefst klukkan 18:00 á Hásteinsvelli þegar Eyjamenn taka á móti Víkingum. Víkingar hafa leikið gríðarlega vel í upphafi tímabils og hafa sigrað alla fimm leiki sína í deildinni. Eyjamenn hafa hins vegar sigrað tvo af fimm leikjum sínum á tímablinu. (meira…)
Baráttan heldur áfram í dag

Í dag klukkan 17.00 mætast ÍBV og FH öðru sinni í undanúrslitum Olísdeildar karla í Vestmannaeyjum. ÍBV vann fyrsta leikinn sem fram fór í Kaplakrika á fimmtudagskvöld, 31:27. Í tilkynningu frá ÍBV kemur fram að upphitun hefst klukkan 15:00. “Grillaðir borgarar, bjór og gos til sölu. Krakkar og aðrir áhugasamir geta fengið ÍBV andlitsmálningu. Fjölmennum […]
Áfram fríar rútuferðir

Boðið verður upp á rútuferð í leik 4 í einvígi ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar kvenna. Með sigri geta stelpurnar okkar tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu. Ísfélagið og Herjólfur bjóða þér frítt far! Ísfélagið býður stuðningsmönnum fría rútuferð og Herjólfur miða í ferjuna fyrir þá sem ferðast með rútunni. Við þökkum þeim kærlega fyrir […]
Breytingartillögur á lögum ÍBV íþróttafélags

Aðalfundur ÍBV fer fram þriðjudaginn 9. maí klukkan 20:00 í Týsheimilinu. Nokkrar breytingatillögur á lögum félagsins liggja fyrir fundinum. Breytingatillögur sem liggja fyrir fundinum má nálgast hérna: Breytingatillögur 2023 (meira…)