AUÐUR SCHEVING TIL EYJA Á NÝ

Landsliðsmarkvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving kemur til með að leika með knattspyrnuliði ÍBV út keppnistímabilið á láni frá Val. Auður þekkir vel til í Vestmannaeyjum en hún lék frábærlega með liðinu síðustu tvær leiktíðir. Guðný Geirsdóttir lék fyrstu 8 deildarleiki ÍBV á tímabilinu áður en hún meiddist í bikarleik gegn Stjörnunni og er hún enn frá […]

Bandarísk knattspyrnukona til liðs við ÍBV

ÍBV hefur samið við bandarísku knattspyrnukonuna Madison Wolfbauer um að leika með liðinu út tímabilið í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Madison er 22 ára gamall sóknarmaður sem lék í næst efstu deild Frakklands fyrr á árinu. Madison lék með knattspyrnuliði Bowling Green háskólans um nokkurra ára skeið og var valin sóknarmaður ársins í Mið-Ameríkudeildinni […]

4-1 stjörnusigur í Breiðholtinu – myndir

Karlalið íBV í fótbolta vann Leikni R. í skemmtilegum leik í Breiðholtinu í dag, um var að ræða fallbaráttuleik í Bestu deildinni þar sem liðin sátu í 10. og 11. sæti fyrir leik. Síðasti leikur þessara liða fór fram í Eyjum í 3. umferð þar sem liðin skildu jöfn 1-1, en bæði mörkin voru skoruð […]

Besta deildin – Mikilvægur leikur í Breiðholtinu

ÍBV á möguleika á að koma sér af fallsvæðinu þegar Eyjamenn mæta Leikni í fjórtándu umferð Bestu deildar karla á Domusnova-vellinum í dag kl. 14.00. Leikn­ir er með tíu stig eins og FH en ÍBV og ÍA eru með átta stig en ÍBV er sæti ofar á hagstæðara markahlutfalli. Það er því mikið undir fyrir bæði […]

ÍBV fær ísraelskan mótherja í þriðja sinn

Dregið var um mótherja fyrstu umferðar í Evrópubikarkeppni karla í handbolta í gær, ÍBV dróst á móti ísraelska liðinu Holon HC í fyrstu umferð. ÍBV er ekki eina íslenska liðið sem skráð er til leiks, en Haukar og KA verða einnig fulltrúar Íslands. Haukar og KA sitja þó hjá í fyrstu umferð og voru því […]

Stígandi sem þarf að fylgja eftir

Karlalið ÍBV í knattspyrnu vann sinn fyrsta leik í Bestu deildinni nú um helgina þegar liðið lagði Val 3-2 á Hásteinsvelli með þrennu frá Halldóri. Þetta voru langþráð mörk og enn sætari sigur, við ákváðum að taka stöðuna á Halldóri markaskorara, okkar nýjustu hetju í Eyjum. Hann heitir fullu nafni Halldór Jón Sigurður Þórðarson og […]

Fyrsti sigur í þrettándu umferð

Fyrsti siguleikur ÍBV á tímabilinu bauð upp á allt sem einn fótboltaleikur getur boðið upp á. Spennu, hraða, vítaspyrna í súginn, sigurmark á lokamínútunni og síðast en ekki síst þrennu Halldórs Þórðarsonar sem tryggði Eyjamönnum sigur á Val á Hásteinsvelli, 3:2. ÍBV hafði frumkvæði í leiknum og var 1:0 yfir í hálfleik. Komst í 2:0 […]

Allt undir hjá ÍBV gegn Val

Hermann Hreiðarsson. ÍBV

Eftir grátlegt tap, 4:3 gegn KA fyrir norðan er ÍBV komið með bakið upp að vegg með aðeins fimm stig á botni Bestu deildar karla. Það er því mikið undir þegar karlarnir mæta liði Vals á Hásteinsvelli í dag kl. 16:00 í 13. umferð deildarinnar. Valur er í fimmta sæti með 20 stig og tapaði […]

ÍBV – Samkomulag um sáttanefnd

Í dag kl 15:00 mættust forsvarsmenn handknattleiksdeildar, knattspyrnudeildar og aðalstjórnar til að undirrita samkomulag um skipun sáttahóps. Aðalstjórn dregur ákvörðun um breytta skiptingu tekna til baka frá 15. mars sl. gegn því að sáttahópur um skiptingu milli deilda verði skipaður í félaginu. Sáttahópurinn skal skipaður fimm aðilum, tveimur aðilum frá hvorri deild í félaginu, alls 4 aðilar, […]

Þurfum að halda einbeitningunni  áfram

Hlé er nú á leikjum í Bestu deild kvenna vegna Evrópumeistaramótsins í Englandi. Við fengum þjálfara kvennaliðsins, Jonathan Glenn í  stutt spjall en hann hefur náð góðum árangri með ÍBV það sem af er sumri og liðið situr í þriðja sæti deildarinnar. Var Jonathan valinn besti þjálfari fyrrihluta tímabilsins þegar það var gert upp á […]