Reynsluboltar skrifa undir

“Það er með mikilli ánægju sem ÍBV tilkynnir að þær Kristín Erna Sigurlásdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir hafa skrifað undir samninga við félagið”, þetta kemur fram í tilkynningu sem ÍBV sendi frá sér í dag. Kristín og Þórhildur hafa báðar alist upp innan félagsins en þær hafa einnig leikið fjölmarga leiki fyrir meistaraflokk kvenna hjá ÍBV. […]
Komið og styðjið við bakið á stelpunum

Stelpurnar okkar spila gegn Val í undanúrslitum Coca-cola bikarsins í kvöld klukkan 20:15. Leikið verður á Ásvöllum í Hafnarfirði en miðasala fer fram í miðasöluappinu Stubbur. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast KA/Þór og Fram, úrslitaleikurinn fer svo fram á laugardag kl 13:30. Við hvetjum stuðningsmenn ÍBV til að fjölmenna á völlinn enda hefur það sannað sig […]
Framarar í heimsókn

Karlalið ÍBV og Fram mætast í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV er í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig eftir 15 leiki en Framarar sitja í níunda sæti með 14 stig úr 16 leikjum. Leikur ÍBV og Fram hefst klukkan 18.00 engar takmarkanir eru á áhorfendur og því hæg heimatökin að skella sér […]
Strákarnir fara norður en stelpurnar fá Stjörnuna í heimsókn

Lið ÍBV og Stjörnunnar mætast í 8 liða úrslitum Coca Cola bikars kvenna í Vestmannaeyjum í kvöld. Ljóst er að mikið er undir í leik kvölsins því sigurvegarinn tryggir sér sæti í Final four helgi Coca Cola bikarsins. Allir iðkendur ÍBV fá frítt inn á leikinn sem hefst klukkan 18.00. Leikurinn verður einnig sýndur á […]
Sunna íþróttamaður Vestmannaeyja 2021

Íþróttabandalag Vestmannaeyja hélt í kvöld árlegt uppskeruhóf sitt. Það var Sunna Jónsdóttir handknattleikskona sem var valin íþróttamaður Vestmannaeyja 2021. Íþróttafólk æskunnar voru valin Andri Erlingsson golfari, handknattleiks- og knattspyrnumaður fyrir yngri hóp en fyrir þann eldri var það Elísa Elíasdóttir handknattleikskona. Lista yfir aðrar viðurkenningar má sjá hér að neðan: 2022 silfur merki ÍBV: Davíð […]
ÍBV á 13 leikmenn í yngri landsliðum kvenna

Yngri landslið HSÍ æfa á höfuðborgarsvæðinu í byrjun mars. Síðastliðinn föstudag völdu þjálfarar yngri kvenna landsliða Íslands hópa sem fara til æfinga í byrjun mars. ÍBV á eftirfarandi 13 fulltrúa í þeim 3 hópum sem voru tilkynntir: U15 ára landslið: Anna Sif Sigurjónsdóttir Ásdís Halla Pálsdóttir Bernódía Sif Sigurðardóttir Birna Dís Sigurðardóttir Birna María Unnarsdóttir […]
Tilkynning vegna tónleika – Átt þú kannski ekki miða eins og þú heldur?

Kæru ÍBV-arar. Nú styttist óðum í Febrúartónleika ÍBV en þeir verða nk. laugardag. Húsið opnar kl. 20.00 og tónleikar hefjast 20.30. Er þetta þriðja tilraunin til að halda tónleika með þeim bræðrum og kann að vera að einhver hafi áður keypt miða sem nú hafa verið endurgreiddir. Þann 4. jan fengu allir sem höfðu keypt […]
Fyrsti heimaleikur strákanna tæpa tvo mánuði

ÍBV strákarnir taka á móti Val í 14. umferð Olís deildar karla. Um er að ræða fyrsta heimaleikinn hjá strákunum í tæplega tvo mánuði. Valsmenn eru sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig, en Eyjamenn eru í fimmta sæti með 17 stig. Bæði lið hafa leikið 13 leiki. Flautað verður til leiks 14.00 […]
Birna Berg Haraldsdóttir áfram hjá ÍBV

Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir nýjan 2 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Hún hefur verið í herbúðum ÍBV frá haustinu 2020, þegar hún kom frá Neckarsulmer í Þýskalandi. Hún hafði þá leikið í atvinnumennsku erlendis um nokkurra ára skeið. Birna varð fyrir því óláni að meiðast alvarlega í upphafi yfirstandandi tímabils, bikarleik ÍBV gegn Gróttu, […]
Jón Jökull og Róbert Aron framlengja við ÍBV

Knattspyrnumennirnir Jón Jökull Hjaltason og Róbert Aron Eysteinsson hafa ákveðið að framlengja samninga sína við félagið til næstu tveggja ára. Róbert Aron er uppalinn í Vestmannaeyjum þar sem hann hefur spilað með öllum flokkum félagsins en Jón Jökull er að hluta uppalinn hjá félaginu. Róbert, sem er 22 ára miðjumaður, hefur spilað 61 leik fyrir […]