Ísfélagið býður á völlinn

ÍBV mætir Leikni frá Fáskrúðsfirði klukkan 16:30 á Hásteinsvelli í dag. Leiknismenn sitja í næst neðsta sæti Lengjudeildarinnar með 11 stig en ÍBV er í fjórða sæti með 25 stig. Ísfélag Vestmannaeyja býður á völlinn og hvetur bæjarbúa til að mæta á völlinn og styðja sitt lið. (meira…)
Skiphellar og Sprangan í beinni á netinu

Í sumar var sett upp myndavél og hljóðnemi til vöktunar á Skiphellum. Notast var við gleiðlinsu-myndavél og þar með var mögulegt að slá tvær flugur í einu höggi með því að ná Spröngunni með á myndina. Það eru félagarnir Hörður Bald, Mari pípari og Davíð í Tölvun sem standa að verkefninu. Myndavélin er tengd við internetið í gegnum ljósleiðaranet […]
Uppbygging hjá Ísfélaginu á Þórshöfn

Ísfélag Vestmannaeyja á Þórshöfn stendur í miklum framkvæmdum, en í vor hófst vinna við stækkun fiskvinnsluhúss um 600 fermetra. „Verið er að stækka rýmið vegna bolfiskvinnslu, setja upp nýja lyftarageymslu, stækka móttökukælinn og koma fyrir betri aðstöðu fyrir aðgerð og grásleppuvinnslu en hluti stækkunar er líka vegna búnaðar fyrir vinnslu uppsjávarfisks. Einnig verður þarna rými […]
Rólegt á Makrílveiðum

„Það er ekkert að frétta eins og staðan er núna og búið að vera rólegt“, sagði Eyþór Harðarson útgerðastjóri hjá Ísfélaginu aðspurður um makrílveiðar en skipin Ísfélagsins hafa landað um 2000 tonnum það sem af er vertíð í Vestmannaeyjum. „Heimaey og Sigurður hafa verið að færa sig austar á Öræfagrunn í von um eitthvað þar. […]
Ísfélagið setur upp bronsstyttu af Ása í Bæ

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í gær beiðni Ísfélags Vestmannaeyja um leyfi til að koma fyrir bronsstyttu af Ása í Bæ við flotbryggjurnar á Smábátasvæði. Í umsókninni kemur fram að um er að ræða styttu í raunstærð sem sitja mun á steini og verða lýst upp (með gamaldags ljósastaur eða með öðrum hætti). Ási í Bæ […]
Langþráð bræðsla

Heimaey VE liggur nú við Nausthamarsbryggju þar sem verið er að landa 1900 tonnum af kolmunna í bræðslu um er að ræða fyrsta kolmunafarm ársins hjá Ísfélaginu. Sigurður VE er svo væntanlegur í kvöld með 2500 tonn. “Þetta er fimm sólarhringa langþráð bræðsla þar sem ekki hefur verið brætt svo lengi síðan fyrir ári síðan […]
Sjávarútvegsfyrirtæki falla frá málsókn um skaðabætur

Svo sem fram hefur komið munu áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa víðtæk áhrif á ríkissjóð og allt íslenskt samfélag. Fyrir endann á því verður ekki enn séð, því miður. Það er hins vegar á svona stundum sem styrkleikar íslensks samfélags koma vel í ljós. Víðtæk samstaða og baráttuhugur hafa einkennt samfélagið síðustu vikur og mánuði. Nú […]
Ísfélagið og Vinnnslustöðin fá undanþágu frá samkomubanni

Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem fengið hafa undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órofinni. Heilbrigðisráðherra veitti undanþáguna að undangengnu samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Tvö fyrirtæki frá Vestmannaeyjum má finna á listanum en það eru Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin hf. ásamt dótturfyrirtækjum. Fram kemur á síðu […]
Ísfélagið styrkir Ægi

Jósef Róbertsson þjálfari hjá Íþróttafélaginu Ægi eða Jobbi eins og hann er kallaður bauð nýlega til sölu á facebook síðu sinni tvær áritaðar ÍBV treyjur til styrktar félaginu. Treyjurnar hafa verið áritaðar að meistaraflokkum ÍBV, karla og kvenna í handbolta og fótbolta. Það var að lokum Ísfélag Vestmannaeyja sem keypti treyjurnar af Ægi fyrir 250.000 krónur. Á facebook síðu Ísfélagsins er […]
Heimaey fer í loðnuleit á sunnudag

Heimaey skip Ísfélags Vestmannaeyja fer til liðs við Árna Friðriksson við loðnuleit á sunnudag. Full ástæða þykir til að halda mælingum áfram og gera þriðju mælinguna á grunni fyrri mælinga. Árni Friðriksson byrjaði þá mæliyfirferð 11. febrúar og mun Heimaey ásamt öðrum skipum bætast við í mælinguna um og eftir helgi þegar óveður helgarinnar gengur […]