Sundlaugin lokar klukkan 13:00 á laugardag

Vegna fjölda leikja á laugardaginn neyðumst við til að loka sundlauginni kl 13. Annars er það að frétta af framkvæmdum að karla klefinn er að verða klár og vantar í raun bara hurðarnar sem eru á leiðinni. Kvennaklefinn er kominn vel á veg og opnar rétt á eftir karlaklefanum. Stefnan er að opna karlaklefann […]
Stofnanir bæjarins lokaðar fyrir hádegi á morgun – Skólahald fellur niður

Vegna spár Veðurstofu Íslands um ofsaveður í nótt og fyrramálið (föstudaginn 14. febrúar nk.) og tilkynningu frá lögreglu, hefur Vestmannaeyjabær ákveðið að loka stofnunum bæjarins í fyrramálið og fram að hádegi. Ekkert skólahald verður í Grunnskóla Vestmannaeyja allan morgundaginn. Leikskólinn Kirkjugerði, leikskólinn Sóli, fimm ára deildin Víkin og íþróttahúsið, þ.m.t. sundlaugin, opna kl. 12 á […]
Íþróttamiðstöðin lokar kl. 13:00 laugardaginn 1. Febrúar

Laugardaginn 1. Febrúar lokar íþróttamiðstöðin kl 13:00 vegna framkvæmda. Svenni Hjörleifs og hans menn ætla að skipta um vatnslagnir 😉 Framkvæmdir ganga vel og mun Siggi múrari færa sig yfir í kvennaklefann fyrir helgi. Eins og sést á myndunum eru klefarnir farnir að líkjast 5 stjörnu lúxus heilsulind. Þegar Viðar Togga kikti á klefann sagði […]
Vonast til að opna klefana í mars (myndir)

Það hefur ekki farið fram hjá sundlaugargestum framkvæmdir hafa staðið yfir í íþróttamiðstöðinni frá því í haust. Við fengum að kíkja inn í klefana en þar var allt á fullu. Grétar Eyþórsson forstöðumaður í Íþróttamiðstöðinni sagðist vera ánægður með gang mála og var bjartsýnn á að það tækist að taka karlaklefann í gagnið um miðjan mars og […]
Sundlaugin lokar kl. 12:30 á laugardag

Sundlaugin lokar kl 12:30 vegna fjölda leikja í handboltanum. Hægt verður að fara í Hressó enn ekki lausir klefar 😉 Laugardagur: 12:25 4.kvenna 2.deild ÍBV 2 Grótta Sal 1 14:00 Olís deild kvenna ÍBV HK Stóra salnum 16:00 Olís deild karla ÍBV Fram Stóra salnum 18:00 2.deild karla ÍBV U Fram U Sal 1 […]
Hjáleið í sund

Í dag þriðjudaginn 26. Nóv verður gangurinn sem nú er gengið í gegnum til að komst í sundlaugina lokað. Skipt verður um þak á honum og áætlað er að opna ganginn aftur föstudagsmorgun. Sömu klefar verða ennþá fyrir sundlaugargesti, en þar til gangurinn verður opnaður aftur verður gengið framhjá afgreiðslunni og inní sundlaugarsal. Annars ganga […]
Framkvæmdir í íþróttamiðstöðinni ganga vel

„Þetta mjakast allt saman,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson forstöðumaður í íþróttamiðstöðinni þegar við heyrðum í honum og spurðum varðandi framkvæmdirnar í íþróttamiðstöðinni. „Siggi er á fullu að flísaleggja gufuna og opnar hún vonandi fljótlega í næstu viku. Búið er að rífa þakið af öllum karlaklefanum og verða menn búnir að loka honum að fullu í […]