Fyrsti sigurinn kom gegn toppliði Skagans

Botnlið Eyjamanna tók á móti toppliði Skagamanna í leik í Pepsi Max-deild karla á Hásteinsvelli í dag. Fjöldi áhangenda fylgdi liði ÍA til Eyja í dag og mátti vart á milli sjá hvort fleiri Eyjamenn eða Skagamenn fylltu stúkurnar. Skagamenn komust yfir strax á 6. mínútu eftir að Gilson Correia, varnarmaður ÍBV, missti boltann klaufalega […]

Stelpurnar taka á móti Val í bikarnum í dag

ÍBV tekur á móti Vals-stúlkum í leik Mjólkubikar kvenna á Hásteinsvelli í dag kl. 18.00. Það má búast við hörkuleik. Síðustu fimm ár hafa þessi þessi lið spilað 13 leiki. ÍBV unnið 4, Valur unnið 8 og einu sinni jafntefli. Mætum og styðjum okkar lið! (meira…)

Strákarnir áfram í 8-liða úrslit eftir sigur á Fjölni

ÍBV tryggði sér sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni karla eftir 2-0 sigur á Hásteinsvelli í dag. Það voru nafnarnir Jonathan Franks og Glenn sem skoruðu mörk ÍBV. Fyrst Franks á 37. mínútu eftir frábæra sendingu frá Breka Ómarssyni. Glenn innsiglaði svo sigurinn eftir að Atli Gunnar Guðmundson varði skot Gilson Correia beint í […]

Stórsigur á Stjörnunni

ÍBV tók á móti Stjörnunni úr Garðabæ í leik í Pepsi Max-deild kvenna í gærkvöldi. Það tók ÍBV aðeins níu mínútur að setja fyrsta markið. Cloé Lacasse opnaði þá markareikning kvöldsins er hún skoraði eftir sendingu frá Sesselju Líf Valgeirsdóttur. Á 27. mínútu fékk ÍBV svo víti en Birta Guðlaugsdóttir, markverður Stjörnunnar gerði sér lítið […]

Eins marks tap gegn KR á Meistaravöllum

ÍBV mætti KR í Meistaravöllum í leik í 4. umferð Pepsi Max-deildarinnar í gærkvöldi. KR byrjuðu leikinn mun betur og skoruðu eftir aðeins 14. mínútna leik. Á 37. mínútu fékk leikmaður KR, Laufey Björnsdóttir sitt annað gula spjald og því rautt eftir klaufaleg brot. Þrátt fyrir að vera einni færri á vellinum bættu heimamenn við marki […]

ÍBV með eitt stig á botninum eftir fjórar umferðir

Enn þurfa Eyjamenn að bíða eftir fyrsta sigrinum í Pepsi deild-karla en ÍBV sótti heim HK í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld. Eyjamenn byrjuðu leikinn vel og sóttu stíft en fengu hins vegar á sig mark á 14. mínútu eftir hornspyrnu HK. Þar með tók HK mest öll völd á vellinum. Á 28. mínútu fékk […]

Stelpurnar taka á móti Þór/KA í dag

ÍBV tekur á móti Þór/KA á Hásteinsvelli í 3. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í knattspyrnu í dag kl. 14.00. Bæði lið eru með 3 stig eftir fyrstu tær umferðirnar og má því búast við hörku leik í dag. (meira…)

Fyrstu stigin í hús hjá strákunum

ÍBV nældi sér í sitt fyrsta stig í gær í Pepsi Max-deildinni er þeir gerðu 2-2 jafntefli í blíðskaparveðri á Hásteinsvelli. Sigurjón Rúnarsson leikmaður Grindavíkur fékk slæma byltu á 9. mínútu eftir harkalegt samstuð við Guðmund Magnússon sóknarmann ÍBV. Hann lá óvígur eftir á vellinum og var hlúð að honum í 20 mínútur þar til […]

Tveggja marka tap gegn tvöföldum meisturum Breiðablik

Eyjastúlkur tóku á móti bikar- og Íslandsmeisturum Breiðablik í fyrstu umferð Pepsi Max-deild kvenna. Leikurinn byrjaði með miklum látum og sóttu bæði lið stíft. Agla María Albertsdóttir kom þá Blikastúlkum yfir á 11. mínútu. Níu mínútum síðar varð Ingibjörg Lucia Ragnarsdóttir leikmaður ÍBV fyrir því óhappi að fá fyrirgjöf Blikastúlkunnar Karólínu Leu í sig og […]

ÍBV sló bikarmeistara Stjörnunnar út eftir framlengdan leik

ÍBV tók á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli í Mjólkurbikarkeppni karla nú í kvöld. Leikurinn var frekar tíðindalítill en bæði lið sýnu fínan leik. Eyjamenn áttu þó ef eitthvað er fleiri hættuleg færi, sér í lagi í fyrri hálfleik. Hvorugu liðinu tókst þó að skora í venjulegum leiktíma og þurfti því að framlengja. Stjörnumenn byrjuðu framlenginguna […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.