Brösuleg byrjun ÍBV í Pepsi Max-deild karla

ÍBV átti ekki draumabyrjun í Pepsi Max-deild karla er þeir tóku á móti Fylki á Hásteinsvelli í fyrsta leik sumarins. ÍBV spilaði 5-3-2 og var þannig skipað: Mark: Halldór Páll Geirsson. Vörn: Diogo Coelho, Sigurður Arnar Magnússon, Gilson Correia, Telmo Castanheira, Matt Garner (Evariste Ngolok 80). Miðja: Priestley Griffiths (Guðmundur Magnússon 54), Sindri Snær Magnússon, Jonathan Franks. Sókn: Jonathan Glenn, Víðir Þorvarðarson (Felix […]
Verðum að sýna styrk okkar og karakter í hverjum einasta leik

Karlalið ÍBV í Pepsi Max deildinni, eins og efstadeild Íslandsmótsins heitir þetta árið, hefur leik í dag, laugardag, er fá Fylki í heimsókn. Leikurinn sem fer fram á Hásteinsvelli hefst kl. 14.00. Nýr þjálfari tók við liðinu af Kristjáni Guðmundssyni við lok síðasta tímabils, Pedro Hipolito. Pedro hefur verið við þjálfun á Íslandi frá því […]
ÍBV sektað, tapar og kemst ekki áfram

Knattspyrnusamband Íslands hefur sektað ÍBV um 90 þúsund krónur fyrir að tefla fram ólöglegum leikmönnum í leik gegn Selfossi í Lengjubikar kvenna 29. mars. ÍBV hefur einnig verið úrskurðaður ósigur, en leikurinn fór 2:0 fyrir ÍBV. Þær Sara Suzanne Small og Laure Ruzugue léku með ÍBV í leiknum en eru skráðar í erlend félög. Í […]
6-0 sigur KFS í fyrsta leik tímabilsins

KFS hóf nýtt knattspyrnutímabil með miklum krafti er þeir mættu Kóngunum frá Reykjavík í leik í 1.riðli C-deildar Lengubikarsins og jafnframt fyrsta leik tímabilsins hjá KFS. KFS undir stjórn Andra Ólafssonar, þjálfara, gerði sér lítið fyrir og vann leikinn með sex mörkum gegn engu. Mörk KFS skoruðu þeir Guðlaugur Gísli Guðmundsson, Hallgrímur Heimisson, Erik Ragnar Gíslason, […]
Tveggja marka sigur gegn Þrótti Reykjavík

Meistaraflokkur ÍBV í knattspyrnu mættu Þrótti Reykjavík í leik í Lengjubikarnum karla í gær. Matt Garner kom Eyjamönnum yfir á 32. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Frans Sigurðsson tryggði svo ÍBV tveggja marka sigur með góðu marki á 85. mínútu eftir að hafa verið aðeins í 10 mínútur á vellinum. Fyrsti sigur ÍBV […]
Fyrsti sigur ÍBV kvenna í Faxaflóamótinu

Meistaraflokkur ÍBV kvenna í knattspyrnu vann sinn fyrsta sigur í Faxaflóamótinu í gær þegar þær mættu HK/Víkingi í Kórnum. HK/Víkingur komst yfir á 25. mínútu en Sigríður Lára Garðarsdóttir jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar. Það var svo Cloe Lacasse sem tryggði ÍBV sigurinn með marki þegar tæpar tíu mínútur voru til […]
Gilson Correia semur loksins við ÍBV

Það styttist óðum í að knattspyrnu sumarið skelli á og undirbúningur liðana í fullum gangi. Félagaskiptagluggin í íslensku knattspyrnunni opnaði 21. febrúar og er opinn fram í miðjan maí. Síðan glugginn opnaði hefur meistaraflokkur karla bætt þónokkuð við mannskapinn hjá sér og einhverjir hafa farið. Nýjasta viðbótin er varnarmaðurinn Gilson Vorreia frá Peniche í Portúgal. Vorreia […]
4-2 tap gegn Fylki í Lengjubikarnum

Strákarnir í meistaraflokki ÍBV í knattspyrnu mættu Fylki í sínum öðrum leik í Lengjubikarnum síðastliðinn laugardag. Fylkir byrjaði leikinn mun betur og náðu 3-0 forystu eftir aðeins 28 mínútna leik. Með mörkum á sjöttu, áttundu og tuttugustu og áttundu mínútu. Þannig var staðan í hálfleik. Þegar um 17 mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum bættur […]
Eins marks tap gegn KR í Lengjubikarnum

Meistaraflokkur ÍBV karla í knattspyrnu lék sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum á laugardaginn þegar þeir mættu KR-ingum í Egilshöll. Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, skoraði fyrsta og eina mark leiksins á 21. mínútu. 1-0 sigur KR því staðreynd. ÍBV og KR eru í 2. riðli Lengjubikarsins ásamt Fylki, Njarðvík, Víkingi Ólafsvík og Þrótti Reykjavík. Næsti […]
Arnór Gauti afgreiddi ÍBV með þrennu á þrettán mínútum

Arnór Gauti Ragnarsson sá um að afgreiða sína fyrrum félaga í ÍBV í leik í A-deild Fótbolta.net mótsins í gær en Arnór Gauti lék með ÍBV eitt tímabil, 2017. Viktor Karl Einarsson kom blikum yfir á 21. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Þegar sautján mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Arnór Gauti […]