Strákarnir taka á móti Magna á Hásteinsvelli í dag

ÍBV tekur á móti Magna frá Grenivík, í fyrsta leik ÍBV í fyrstu deild í knattspyrnu síðan 2008 á Hásteinsvelli kl. 14.00. Jafnframt er þetta í fyrsta skipti sem þessi lið mætast a.m.k. í opinberri keppni. ÍBV mætti Grindavík í mjólkurbikar karla í síðustu viku þar sem þeir fóru með góðan sigur, 1-5. Það verður […]

Ná í fleiri stig en í fyrra og byrja að byggja liðið til framtíðar

Andri Ólafsson er að hefja sitt fyrsta tímabil sem aðalþjálfari í meistaraflokki. Honum til aðstoðar við þjálfun meistaraflokks kvenna verður annar ungur þjálfari, Birkir Hlynsson. Við heyrðum í Andra og ræddum komandi sumar og undirbúninginn. Andri segir miklar breytingar hafa átt sér stað hjá liðinu milli ára. „Þjálfarateymið er nýtt og leikmannahópurinn er mikið breyttur […]

Ætlum strax aftur upp en vitum vel að það verður ekki létt verk

Helgi Sigurðsson samdi við ÍBV til þriggja ára í vetur og tók þá við sem aðalþjálfari liðsins. Helgi tók við af Ian Jeffs sem tók við stjórnartaumunum tímabundið síðasta sumar eftir að Portúgalinn Pedro Hipólito var rekinn frá félaginu. Ian Jeffs verður aðstoðarþjálfari með Helga í sumar. „Stærstu breytingarnar á hópnum frá því í fyrra […]

Jose Sito orðinn löglegur með ÍBV

Knattspyrnumaðurinn knái, Jose Sito, sem sneri aftir ÍBV í janúar er nú loks orðinn löglegur með liðinu. Sito gerði tveggja ára samning við liðið í janúar og mun meðfram því þjálfa hjá félaginu. Þó ólöglegur hafi verið, hefur Sito leikið vel með ÍBV á undirbúningstímabilinu sem og allt liðið. Sito tryggði m.a. ÍBV annað sæti […]

Vestmannaeyjamótið í FIFA

Á morgun verður Vestmannaeyjamótið í FIFA haldið í Týsheimilinu kl. 20.00. Um er að ræða einstaklingskeppni og verða veitt glæsileg verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin. Mótsgjald er 2500 kall og er mótið fyrir 18 ára og eldri. Tölvur og stýripinnar verða á staðnum en hjátrúafullir spilarar mega koma með sinn stýripinna. Skráning fer fram á […]

Átta peyjar skrifuðu undir

Óhætt er að segja að penninn hafi verið á lofti hjá ÍBV í gær þegar 8 peyjar skrifuðu undir samning við ÍBV í fótboltanum. Þetta eru þeir Arnar Breki Gunnarsson, Borgþór Eydal Arnsteinsson, Björgvin Geir Björgvinsson, Daníel Már Sigmarsson, Leó viðarsson, Magnús Sigurnýjas Magnússon, Sigurlás Máni Hafsteinss og Tómas Bent Magnússon. Knattspyrnuráð karla leggur ríka […]

Emma Kelly semur við Brimingham

Miðjumaðurinn Emma Kelly sem gekk til liðs við ÍBV í byrjun sumars hefur yfirgefið herbúðir ÍBV og gengið til liðs við Birmingham í ensku úrvalsdeildinni. Emma er ekki nýgræðingur í ensku deildinni en hún hefur áður verið á mála hjá Sunderland. Einnig á hún nokkra leiki með U19 landsliði Englands. Emma spilaði stórt hlutverk í […]

Óskar Snær framkvæmdastjóri knattspyrnuráðs

Óskar Snær Vignisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnuráðs karla. Óskar er tengdasonur Eyjanna en hann er giftur Ernu, dóttur Gogga Skærings og Guðnýjar. Óskar á fjölmarga leiki að baki með t.d. Hvöt og Þrótti Reykjavík. Þá lék hann eitt sumar með KFS. Við bjóðum Óskar hjartanlega velkominn til starfa! ibvsport.is greindi frá (meira…)

Markmiðið er að fara beint upp í deild þeirra bestu

Guðjón Guðmundsson ræddi við Helga Sigurðsson, þjálfara meistaraflokks karla í fótbolta hjá ÍBV í sportpakkanum á stöð 2. Fram kom í máli helga að hann væri að takast á við nýja áskorun í vor þegar hann stýrir ÍBV í Inkassodeild karla eftir að hafa verið í þrjú ár með Fylki. Helgi segir markmiðið að að […]

Ársrit ÍBV

Út er komið ársrit ÍBV fyrir árið 2019. Um er að ræða samantekt á árinu sem er að líða. Ársritið kemur út á rafrænu formi og má finna viðtöl við okkar bestu leikmenn, þjálfara, Margréti Láru, Gumma Tóta o.fl. o.fl. Hlekkurinn á ársritið er hér: https://issuu.com/ibvsport/docs/ibv_arsrit_2019?fbclid=IwAR2pDjlqNqg7e3Od6bOUR3-zClMMFEtXGJPGwxL-zucjKVFpvjiJee_AwBY (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.