Fjölmenni í göngumessu (myndir)

Góð mæting var í göngumessu í gær sem séra Guðmundur Örn Jónsson leiddi. Lagt var upp frá Landakirkju og þaðan gengið upp að krossinum við gíg Eldfells og endað við Stafkirkjuna á Skansinum. Lúðrasveit Vestmannaeyja flutti nokkur lög ásamt kór Landakirkju. (meira…)
Eyjasynir sjá um tónlistina í guðsþjónustu Landakirkju á sunnudaginn

Hljómsveitin Eyjasynir mun sjá um tónlistarflutning í guðsþjónustu sunnudagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á fésbókarsíðu Landakirkju. „Hljómsveitin er skipuð ungu fólki sem hefur sótt nám í Tónlistarskóla Vestmannaeyja og verður spennandi að fá þau til okkar í Landakirkju á sunnudag. Guðsþjónustan hefst kl. 11 eins og hefðbundið er yfir sumartímann. Sr. Viðar þjónar fyrir […]
Útimessur í sumar og fermingar í ágúst?

Daglegt líf barna er þessa dagana smá saman að detta í nokkuð eðlilegt horf. Fullur skóladagur og íþróttaæfingar hafnar að nýju. Barnastarf Landakirkju fer hins vegar ekki af stað aftur nú í vor, enda hefði því lokið formlega með vorhátíð 26. apríl síðastliðinn. „Okkur þykir eiginlega ekki passa að setja af stað einhverja viðburði þar […]
Davíðssálmur í dymbilviku

Það fer lítið fyrir almennu helgihaldi þessa páskana í Landakirkju eins og annars staðar. Séra Guðmundur Örn Jónsson birti þetta myndband í vikunni þar sem hann les upp úr Davíðssálmi 139 auk þess að fara með bænir. Þetta verður næst því sem við komumst inn í Landakirkju þessa páskana. (meira…)
Kirkjuklukkur hljóma nú í hádeginu hvern dag

Á dögum samkomubanns leitar kirkjan ýmissa leiða til að koma boðskap sínum til fólksins. Í gær ritaði biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, samstarfsfólki sínu bréf þar sem hún kynnti verkefni sem nokkrir prestar hafa undirbúið. Það kallast: Hádegishljómur í kirkjuklukkum landsins og sameiginleg bænastund hvern dag. Um er að ræða bænastund í kirkjum landsins kl. 12.00 […]
Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra

Hugvekja sr. Viðars á miðföstu í samkomubanni „Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína“ (Slm 121:7) Kona ein sem ég lít mjög mikið upp til sagði mér í nýliðinni viku: „Veistu Viðar, það er ákaflega hentugt að vera alkóhólisti þessa dagana.“ Ég leyni því ekki að ég var nokkuð hissa […]
Bænastund í dag, sunnudagaskóli fellur niður

Helgihald dagsins verður með öðru sniði vegna komandi samkomubanns. Af þeim sökum hefur sunnudagaskólanum verið aflýst. Klukkan 14:00 verður hins vegar stutt bænastund í kirkjunni sem er opin öllum. Sr. Viðar þjónar fyrir altari og flytur hugvekju. Þá verður Kitty við orgelið en þó án kórs Landakirkju. Eðli komandi vikna samkvæmt er ýmislegt sem veldur […]
Allt messuhald fellur niður í Landakirkju

Um hádegi í dag var gefin út tilskipun stjórnvalda um samkomubann sem tekur gildi á miðnætti þann 15. mars næstkomandi. Fljótlega sendi biskup Íslands út tilkynningu þess efnis að allt messuhald og vorfermingar falla niður innan Þjóðkirkjunnar. Er sú ákvörðun tekin með almannaheill í húfi eins og segir í tilkynningu biskups. Samkomubann hefur talsverð áhrif […]
Eagles messunni frestað aftur

Eagles messunni sem átti að vera nk. sunnudag, 15. mars hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna Covid-19 veirunnar. Þetta kemur fram á heimasíðu Landakirkju. Þeir sjálfboðaliðar sem taka þátt í starfi kirkjunnar eru okkur gríðarlega mikilvægir og nauðsynlegt að þeir finni til öryggis og vellíðan þegar þeir gefa vinnu sína. Þá er einnig vert […]
Barna- og æskulýðsstarf Landakirkju í fullum gangi

Barna- og æskulýðsstarf Landakirkju heldur ótrautt áfram í Landakirkju. Æskulýðsfulltrúinn, Gísli Stefánsson hefur verið frá undanfarnar vikur vegna veikinda en nú er allt komið aftur á fullt. Krakkaklúbbarnir hittast á miðvikudögum í safnaðarheimilinu og halda svo í helgistund í Landakirkju þar sem er sungið, leikið leikrit eða sögð saga og farið með bænir. Að því […]