Gídeon messa á sunnudag – Geir Jón predikar

Félagar í Gídeonfélaginu hér í Vestmannaeyjum munu fara mikinn í messu sunnudagsins í Landakirkju, sem hefst eins og vant er kl. 14:00. Félagarnir munu lesa úr ritningunni og Geir Jón Þórisson mun predika. Kitty Kovács leiðir svo Kór Landakirkju í sálmasöngnum. Prestur verður Sr. Guðmundur Örn Jónsson. (meira…)
Konudagsmessa í Landakirkju

Í dag kl. 14.00 verður konudagsmessa í Landakirkju. Þá varð Kvenfélagasamband Íslands 90 ára núna í febrúar og því eru kvenfélög hér í Eyjum sérstaklega velkomin. Karlakór Vestmannaeyja sér um sálmasöng og tónlistarflutning og því fá konur í kirkjukórnum frí líkt og venjulega á konudaginn. Sr. Viðar þjónar fyrir altari og prédikar. Eins og alltaf […]
A.T.H. Engin Eagles-messa

Vegna óvæntra og óviðráðanlegra ástæðna neiðumst við til þess að fella niður fyrirhugaða Eagles-messu á morgun (sunnudaginn 16.febrúar) Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11.00, en engin önnur messa verður þennan dag. (meira…)
Eagles messa í logninu á sunnudagskvöld

Það verður léttara yfir eyjunum á sunnudagskvöld þegar Landakirkju í samstarfi við Suðurprófastsdæmi og KFUM og K í Vestmannaeyjum blæs til Eagles-messu í Landakirkju kl. 20:00. Hljómsveitin Hafernirnir leika nokkra af helstu slögurum Eagles en hún samanstendur af þeim Birgi Nielsen á trommum, Kristni Jónssyni á bassa, Þóri Ólafssyni á hljómborð, Gísla Stefánssyni á gítar […]
Aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Kirkjugarðs Vestmannaeyja

Sunnudaginn 26. janúar verður haldinn aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Kirkjugarðs Vestmannaeyja í Safnaðarheimili Landakirkju. Fundurinn fer fram að loknu messuhaldi þess dags og hefst kl. 15.00. Dagskrá fundar: – Aðalfundarstörf skv. lögum og starfsreglum Þjóðkirkjunnar. Sóknarnefnd Landakirkju (meira…)
Hvernig verður VKB villingur prestur í Noregi?

Gunnar Már Kristjánsson var vígður til prests í Stamsund kirkju í Lofoten í Noregi þann 5. janúar síðastliðinn. Gunnar er hress Eyjapeyi sem hefur alla tíð verið virkur í félagsskapnum Vinum Ketils bónda og áberandi í þeirra hópi. Það lá beinast við að byrja á að spyrja Gunnar hvernig VKB villingur verður prestur í Noregi? […]
Létt og notaleg helgistund milli lægða

Guðsþjónusta sunnudagsins kl. 14:00 verður í léttu og notalegu formi. Sr. Guðmundur Örn predikar og æskulýðsfulltrúinn Gísli Stefánsson leikur nokkra létta sálma. Kaffi og kruðerí safnaðarheimilinu að lokinni helgistundinni. Nú er bara að koma og njóta (meira…)
24. desember – Fríða Hrönn Halldórsdóttir | Að lifa í von

Að lifa í von er jóladagatal Landakirkju 2019. Í tuttugasta og fjórða glugganum er Fríða Hrönn Halldórsdóttir. (meira…)
23. desember – Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir | Að lifa í von

Að lifa í von er jóladagatal Landakirkju 2019. Í tuttugasta og þriðja glugganum er Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (meira…)
22. desember – Kristján Birkisson | Að lifa í von

Að lifa í von er jóladagatal Landakirkju 2019. Í tuttugasta og öðrum glugganum er Kristján Birkisson (meira…)