Herjólfur stefnir á að sigla í Landeyjahöfn á fimmtudaginn

Herjólfur stefnir á að hefja siglingar til Landeyjahafnar fimmtudaginn 2. maí nk. frá Eyjum kl. 7.00. Þetta tilkynnti Vestmannaeyjaferjan Herjólfur á Facebook síðu sinni í gær. „Ákvörðunin er tekin með fyrirvara um niðurstöðu mælinga sem framkvæmdar verða á miðvikudaginn. Dýpkun Landeyjahafnar verður haldið áfram þrátt fyrir að Herjólfur hefji siglingar til Landeyjahafnar,” segir í tilkynningunni. […]
Vantar bara herslumunin í að Landeyjahöfn opnist

Mæling á dýpi í Landeyjahöfn í gær sýnir að það vanti bara herslumuninn uppá að höfnin opnist. Vegagerðin vill þó ekkert gefa út um hvenær höfnin opnist. „Nei en það styttist mjög í það. Það borgar sig ekki að lofa neinu því veðrið er þannig á Íslandi, sjólagið og veðrið að við ráðum því lítið, “ sagði […]
Landeyjahöfn opnar í fyrsta lagi í næstu viku

Staðan er mestu óbreytt, sagði G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi hjá Vegagerðinni við Eyjafréttir í dag. „Það hefur heldur bætt í núna samkvæmt mælingunni á laugardag. Það er sem sagt heldur grynnra en var, sérstakelga í hafnarmynninu.“ Veðrið framundan og ölduspáin er ekki hagstæð. „Miðað við spána í dag þá er dýpkunarveður fyrir Dísu hluta dags á […]
Hvetjum til rótækrar endurskoðunar eða riftunar á samningi

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja harma það að ekki hafi verið tekið tillit til búnaðar og afkastagetu þegar samið var til næstu þriggja ára um dýpkun Landeyjahafnar. Það að höfnin sé opin skiptir samfélagið afar miklu máli. Þess vegna skipta afköst dýpkunarbúnaðar öllu máli þann tíma sem færi gefst til dýpkunar, sem er oft mjög takmarkaður. Afkastageta þess búnaðar sem nú er í notkun er með […]
Í fyrsta lagi klár eftir næstu helgi

Mikil umræða hefur er í gangi í Eyjum varðandi opnun Landeyjahafnar undanfarna daga sér í lagi þar sem dýpkunartölur virðast fljótt á litið vera siglingum í hag. „Unnið er eftir verkáætlun sem miðar að því að gera höfnina klára fyrir Herjólf eins fljótt og hægt er. Eins og staðan er núna á eftir að fjarlægja […]
Rangæingar vilja fá að nýta Landeyjahöfn

„Við viljum hafa eitthvað um Landeyjahöfn að segja og kanna aukna nýtingarmöguleika á henni sem leitt gætu til umtalsverðrar atvinnuuppbyggingar í Rangárþingi eystra,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra en markaðs- og atvinnumálanefnd hefur lagt það til við sveitarstjórn að hún beiti sér fyrir því. „Höfnin er ríkishöfn með enga hafnarstjórn og Rangárþing eystra […]
Ekki dýpkað í vikunni

Fyrir helgi var tilkynnt að Björgun verði komið með skip á svæðið 23. eða 24. febrúar, til þess að hefja dýpkun í Landeyjarhöfn leið og tækifæri gefst. Spáin næstu daga hentar ekki í það samkvæmt G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. „Það þýðir ekkert að skoða þetta fyrr en næstu helgi alla vega,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi […]
Millilandaflug til Eyja og óháð úttekt á Landeyjahöfn

Nú í vikunni sendi meiri hluti umhverfis – og samgöngunefndar frá sér nefndarálit um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019–2023 og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019–2033. En það eru nokkur atriði sem tengjast Vestmannaeyjum í þeirri samgönguáætlun. Það sem helst ber á góma er flugið og hin umtalaða skoska leið. […]
Landeyjahöfn verði heilsárshöfn

Umræða um Landeyjahöfn, dælingar, breytingar á höfninni, og yfirleitt allt sem að henni snýr er eðlilega mikil, sérstaklega í Vestmannaeyjum. Vegna hennar er rétt að benda á nokkur atriði varðandi málið. Landeyjahöfn verður heilsárshöfn Vegagerðin vinnur hörðum höndum að því að gera Landeyjahöfn að heilsárshöfn. Ístak er að sprengja grjót, undirbúa byggingu tunna á garðsendum […]
Ekki á áætlun að dýpka í Landeyjahöfn þó veður gefi

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar í dag og á morgun vegna hárrar öldu og veðurs. Ölduspáin er hins vegar nokkuð hagstæð Landeyjahöfn á laugardag og fram í næstu viku. Í síðustu viku var siglt til Landeyjahafnar en þó þurfti að aðlaga áætlun eftir sjávarföllum sökum ónógs dýpis. Ágæt spá er um eftir helgi en tíminn verður […]