Taka á móti börnunum úti

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna COVID-19 hafa tekið gildi frá og með deginum í dag, þ.e. 20. október, og gilda þær til 10. nóvember að öllu óbreyttu. Fjarlægðarmörk eru nú 2 metrar og reglur eru um grímunotkun ef ekki er hægt að halda þeim fjarlægðarmörkum. Leikskólar og frístundaver Vestmannaeyjabæjar hafa brugðist við þessum nýju reglum. […]

Starfsdegi leikskólanna frestað á aukafundi

Samræmd dagatöl skóla og frístundavers voru til umræður á aukafundi í fræðsluráði á föstudag. Um var að ræða framhald af 6. máli 334. fundar fræðsluráðs þann 7. október 2020. Tillaga að nýjum starfsdegi leikskóla og frístundavers. Frestun starfsdags og vetrarleyfis GRV til umræðu. Fræðsluráð samþykkti að fresta starfsdegi leikskólanna sem á að vera skv. skóladagatali […]

Sungið og dansað inn í helgarfríið

Þegar hömlur og takmarkanir eru orðnar hluti af daglegu lífi okkar þá þurfum við að finna lausnir til að geta framkvæmt það sem okkur er svo mikilvægt. Á þessum orðum hefst tilkynning sem leikskólinn Sóli sendi frá sér í morgun. Á föstudögum er það hefð á Sóla að vinakjarnar koma saman í sal þar sem […]

Foreldrar ánægðir með sumarlokun en starfsmenn ekki sáttir

Fræðslufulltrúi kynnti niðurstöður úr ánægjukönnun meðal foreldra og starfsmanna leikskóla varðandi sumarlokun leikskólanna og sumarleyfi á fundi fræðsluráðs í gær. Svarhlutfall var u.þ.b. 51,2% í heildina. Svarhlutfall foreldra var 45,6% en starfsmanna 22,4% 53% þeirra sem svöruðu könnuninni voru ánægð með fyrirkomulag á sumarlokun og sumarleyfi, 13% voru hlutlaus en 34% óánægð. Lokunartíminn hentaði 59% […]

Kiwanesmenn gáfu hjálma á Sóla

Á Sóla eru hópatímar tvisvar sinnum á dag, þetta eru kennarastýrðu tímarnir þar sem kennari er búin að ákveða hvert verkefnið er. Í hópatíma er unnið eftir kynjanámskrá Hjallastefnunnar og Aðalnámskrá leikskóla og í þeim spilar líkamlegt hreysti stórt hlutverk. Sóli á flott þríhjól sem hægt er að nota í hópatímum og þar með þjálfa […]

Fjögurra ára og yngri fækkað um 66% í Eyjum frá 1998

Eftir að hafa náð 4933 íbúum með lögheimili í Vestmannaeyjum 1. janúar 1991, sem er það mesta eftir gos ( 1971 var 5231 íbúi ), fækkaði íbúum Eyjanna jafnt og þétt alveg til ársins 2008 og voru þá 4055. Síðan þá hefur þróunin snúist við og íbúum smá saman fjölgað og um síðustu áramót voru […]

Tekið á móti leikskólabörnum utandyra næstu vikurnar

Á mánudaginn fara leikskólar bæjarins af fullum krafti af stað, ný börn eru að hefja skólagöngu sína á Sóla og Kirkjugerði og 5 ára börninkveðja og hefja nám í Víkinni. “Við lifum nú við breyttar aðstæður þar sem einstaklingar sem voru gestkomandi í Vestmannaeyjum sl. helgi hafa greinst með staðfest smit af COVID-19. 48 einstaklingar […]

Halldóra Björk Halldórsdóttir ráðin aðstoðarleikskólastjóri á Kirkjugerði

Halldóra Björk Halldórsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarleikskólastjóri á leikskólann Kirkjugerði frá og með 9. júní 2020. Halldóra er leikskólakennari að mennt og hefur einnig diplómu í sérkennslufræðum frá Háskólanum á Akureyri. Halldóra hefur starfað á leikskólanum Kirkjugerði frá árinu 2011 sem almennur leikskólakennari og deildastjóri. Frá haustinu 2019 hefur Halldóra starfað sem verkefnisstjóri og […]

Móttökuáætlun leikskóla fyrir börn með fleiri en eitt tungumál

Móttökuáætlun leikskóla fyrir börn með fleiri en eitt tungumál lögð fram til kynningar á fundi fræðsluráðs í síðustu viku. Skólaskrifstofan hefur, í samvinnu við stjórnendur leikskóla, unnið að móttökuáætlun fyrir börn með fleiri en eitt tungumál en það eru börn sem hafa fæðst í öðru landi, eiga foreldra af erlendum uppruna og/eða dvalist langdvölum í […]

Leikskólanum Sóla lokað tímabundið

Starfsmaður Sóla hefur greinst með kórónuveirusýkingu en viðkomandi hefur ekki verið við störf undanfarna daga í skólanum. Í samráði við umdæmislækni sóttvarna, aðgerðastjórn og rakningarteymi hefur þó verið tekin ákvörðun um að loka leikskólanum á meðan málið er skoðað nánar. Þetta er gert í því skyni að hindra mögulega útbreiðslu smits. Um er ræða úrvinnslukví […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.