Fundu töluvert magn af loðnu fyrir austan land

Uppsjávarveiðiskipin Börkur og Polar Amaroq sigldu fram á umtalsvert magn af loðnu fyrir austan land á leið sinni til kolmunnaveiða. „Þetta voru flottar lóðningar hérna vestur af Papey,“ sagði Hálfdán Hálfdánsson skipstjóri á Berki NK í samtali við Eyjafréttir. Skipin gerðu Hafrannskóknarstofnun strax viðvart. „Þetta var allt gert eftir þeirra stjórn, við sigldum eftir ákveðnum […]
Loðnumælingum næstum lokið

Loðnumælingar rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar og fimm uppsjávarveiðiskipa, Heimaeyjar VE, Hákons EA, Aðalsteins Jónssonar SU, Barkar NK og Polar Amaroq, kláruðust nokkurn vegin í nótt. Einungis lítið svæði út af Húnaflóa er óyfirfarið og mun Árni Friðriksson klára það þegar veður leyfir aftur. Endanlegar niðurstöður þessara mælinga liggja því ekki fyrir en vegna þeirra hagsmuna sem […]
Staða loðnuleitar rædd í ríkisstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði grein fyrir stöðu loðnuleitar á ríkisstjórnarfundi í gær. Nýafstaðinn könnunarleiðangar á vegum Hafrannsóknarstofnunar sýnir betra ástand stofnsins en fyrri mælingar bentu til, en gefur þó að mati Hafrannsóknastofnunar ekki tilefni til að leggja til útgáfu kvóta. Á fundinum gerði Kristján Þór grein fyrir því að rannsóknaskipið Árni Friðriksson […]
Heimaey fer í loðnuleit á sunnudag

Heimaey skip Ísfélags Vestmannaeyja fer til liðs við Árna Friðriksson við loðnuleit á sunnudag. Full ástæða þykir til að halda mælingum áfram og gera þriðju mælinguna á grunni fyrri mælinga. Árni Friðriksson byrjaði þá mæliyfirferð 11. febrúar og mun Heimaey ásamt öðrum skipum bætast við í mælinguna um og eftir helgi þegar óveður helgarinnar gengur […]
Ekki hægt að mæla með veiðikvóta – leit haldið áfram eftir helgi

Bráðabirgðaniðurstaða loðnumælinga dagana 1.-9. febrúar liggur nú fyrir. Heildarmagn hrygningarloðnu samkvæmt henni er 250 þúsund tonn og hefur þá ekki verið tekið tillit til áætlaðra affalla úr stofninum vegna afráns fram að hrygningu. Þessi mæling byggir á yfirferð sem í þátt tóku RS Árni Friðriksson og uppsjávarveiðiskipin; Aðalsteinn Jónsson SU, Börkur NK, Margrét EA og […]
Útlit fyrir að meira mælist í loðnuleiðangri

Útlit er fyrir að meira mælist af kynþroska loðnu í leiðangri sem nú stendur yfir, heldur en í loðnumælingum í síðasta mánuði. Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri á uppsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar, telur þó að ekki sé tímabært að tala um einhvern kvóta, magnið sé ekki slíkt enn sem komið er. Niðurstöðurnar verða metnar í næstu viku að […]
Afkastageta fyrirtækja í Eyjum

Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í 28. mars 2019 að láta vinna greininguna. um samfélagsleg áhrif loðnubrestsins á Vestmannaeyjar. Til þess að átta sig á umfanginu og að hægt sé að bregðast við og kalla eftir aðgerðum ef að það yrði aftur loðnubrestur. Hrafn Sævaldsson var fengin til þess að vinna greininguna. Skýrslan var kynnt […]
Yfir helmingur aflahlutdeildar í loðnu á skipum í Vestmannaeyjum og Fjarðarbyggð

Loðna hefur lengi verið einn af mikilvægustu fiskistofnum landsins. Árin 2016-18 nam útflutningsverðmæti loðnu að meðaltali um 18 ma.kr. Aðeins útflutningsverðmæti þorsks var hærra, eða 95 ma.kr. Árið 2019 var engin loðna veidd en útflutningsverðmæti birgða nam ríflega 8 ma.kr. Þetta kemur fram í frétt sem birtist á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Enn hefur loðna […]
Loðnubrestur getur haft varanlegar afleiðingar

Fulltrúar þriggja japanskra sjávarútvegsfyrirtækja voru í heimsókn á Íslandi í síðasta mánuði. Þar voru á ferðinni aðilar frá fyrirtækjunum Maruha Nichiro, Okada Suisan and Azuma foods. Tilgangur ferðarinnar var að hitta íslenska framleiðendur og stjórnvöld og fara yfir hverjar afleiðingar loðnubrests annað árið í röð kunna að verða. Þrír þessara aðila héldu erindi í Þekkingarsetri […]
Tapaðar launatekjur í Vestmannaeyjum 1000 milljónir

Bæjarstjóri kynnti á fundir bæjarráðs í gær greininguna Loðnubrestur 2019 / Staða, áhrif og afleiðingar fyrir Vestmannaeyjar. Vestmannaeyjabær og hagaðilar héldu íbúafund 26. mars eftir að ljóst var að loðnubrestur yrði vertíðina 2019. Á fundinum kom fram að miklvægt er að hafa í hendi raunveruleg gögn og greiningar um samfélagsleg áhrif loðnubrestsins á Vestmannaeyjar. Til […]