Fimm líkamsárásir og þrjú kynferðisbrot

Lögregla telur 15.000 manns hafa sótt þjóðhátíð Vestmannaeyja 2018 og er hátíðin með þeim stærstu sem haldin hefur verið. 26 lögreglumenn sinntu löggæslu á þremur lögreglubifreiðum auk 150 gæslumanna sem lúta stjórn lögreglu. Tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra voru til aðstoðar lögreglu á sérútbúnum bíl. Sex óeinkennisklæddir lögreglumenn sinntu fíkniefnaeftirliti og höfðu sér til aðstoðar 3-4 fíkniefnaleitarhunda […]
Róleg nótt hjá lögreglunni

Mjög rólegt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sl. nótt og gisti enginn fangageymslu. Fíkniefnamál eru orðin 13 talsins og öll svo kölluð neyslumál fyrir utan eitt mál þar sem talið er að um sölu hafi verið að ræða. Þar var aðili tekinn með nokkurt magn af hvítu efni sem talið er kókaín auk nokkurs magns […]
Löggæslumyndavélar í miðbæinn fyrir Þjóðhátíð

Að morgni 11. júlí sl. var lögreglu tilkynnt um umferðaróhapp á gatnamótum Strandvegar og Hlíðarvegar en þarna hafði bifreið sem ekið var norður Hlíðarveg verið ekið á bifreið sem ekið var vestur Strandveg með fyrirhugaða akstursstefnu suður Hlíðarveg. Ökumaðurinn sem olli óhappinu er grunaður um að hafa verið undir áhrifum lyfja við aksturinn. Engin slys […]
Í hvorugu tilvikinu um alvarlega áverka að ræða

Tvær líkamsárásir kærðar til lögreglunar í Vestmannaeyjum um helgna. Samkvæmt lögreglu var í hvorugu tilvikinu um alvarlega áverka að ræða. Annars var nokkur erill hjá lögreglu vegna hinna ýmsu mála sem upp komu sem tengjast ölvunarástandi fólks, enda fjöldi fólks á ferð um bæinn um helgina í tilefni að Goslokahátíðarinnar. (meira…)