Makrílvinnsla af stað hjá Vinnslustöðinni

Löndun stendur nú yfir á 200 tonn af makríl frá Kap VE sem veiddist 30-40 mílur suð-austur af Vestmannaeyjum. „Þetta er stór og fínn makríll miðað við júní-fisk,“ sagði Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni í samtali við Eyjafréttir. Um er að ræða fyrsta makrílinn á þessari vertíð sem veiddur er í íslenskri lögsögu en stefnt er að […]

Eðlileg krafa ríkið skapi atvinnugreininni sanngjarnt umhverfi

Bæjarráð ræddi stöðu sjávarútvegs í Vestmannaeyjum á tímum Covid-19 á fundi sínum í síðustu viku. Stjórnendur og starfsfólk fyrirtækjanna hefur lagt mikið á sig til að halda uppi sem eðlilegastri starfsemi og fyrirtækjunum gangandi. Það skiptir miklu máli að geta haldi uppi órofinni starfsemi á sama tíma og fyrirmælum er fylgt. Það hefur tekist vel. […]

Vinnslustöðin og Huginn halda makrílkröfu til streitu

Sjö útgerðarfélög gerðu kröfur um bætur á hendur ríkinu vegna skaða sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kröfurnar hljóða samtals upp á rúma tíu milljarða en í gær lýstu fimm þessara félaga því yfir að þau hygðust draga sínar kröfur til baka. Í frétt á Visir.is segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson […]

28% makrílkvótans til Eyjaskipa

Fiskistofa hefur gefið út endanlega aflahlutdeild í makríl, eftir að hafa tekið tillit til athugasemda sem bárust við bráðabirgðaúthlutun í lok júní. Samkvæmt reglugerð um veiðar á makríl er 127.307 tonnum af makríl úthlutað til skipa með hlutdeildir þetta árið. Þar af er 124.450 tonnum úthlutað til skipa í A-flokki, sem eru skip með veiðireynslu í […]

Sáu meiri mak­ríl sunn­an við landið nú en í fyrra

„Sunn­an við landið fékkst þó nokkuð mikið meiri mak­ríll en í fyrra. Hann var al­mennt stór og vel hald­inn. Íslands­meg­in við miðlín­una fyr­ir vest­an feng­um við lítið eitt minna af mak­ríl en í fyrra, miðað við hrá­ar afla­töl­ur. Fyr­ir norðan var eng­inn mak­ríll eins og í fyrra og raun­ar oft áður.“ Þetta seg­ir Anna Heiða […]

Það hafa komið góðir kafl­ar

Skip­um er að fjölga á mak­rílmiðunum suður af Vest­manna­eyj­um þessa dag­ana. Dagamun­ur er á veiðinni, góður afli hef­ur feng­ist suma daga en slak­ur aðra. Það ræðst nokkuð af veðrinu. Hug­inn VE fór fyrst­ur til mak­ríl­veiða á miðunum suður af Eyj­um, fyr­ir um hálf­um mánuði, og skip Vinnslu­stöðvar­inn­ar Kap VE og Ísleif­ur VE, hafa einnig stundað […]

Aldrei veiðst minni makríll innan lögsögu

32d3705403fb14befe547aa6f0e2eb9a

Makríllin virðist vera að færa sig í auknu mæli út úr íslenskri lögsögu. í fyrsta skipti síðan makrílveiðar hófust við Íslandsstrendur veiddist meira en helmingur aflans utan lögsögu á nýliðinni vertíð. Þetta kemur fram á heimasíðu Landssambands smábátaeigeinda. Eitt þeirra málefna sem Örn Pálsson framkvæmdastjóri gerði að umtalsefni í ræðu sinni á aðalfundi LS var þróun makrílveiða […]

Úr makrílnum yfir í síldina

Nú líður að lokum mak­rílvertíðar og nálgast heildaraflinn þann kvóta sem var gefinn upp fyrir árið. Útgerðir mega samt sem áður flytja 10% af aflaheimildum yfir á næsta ár. Ísfélgið og Vinnslustöðin hafa klárað sínar makrílvertíðir. Ísfélagið kláraði makrílvertíðina í síðustu viku, sagði Eyþór Harðarson útgerðastjóri Ísfélagsins. „Ísfélagsskipin hafa landað um 16.000 tonnum af makríl […]

Makrílvertíðin fer vel af stað

Makrílvertíðin er nú komin í fullan gang og hefur gengið vel bæði hjá Ísfélaginu og Vinnslustöðinni framan af. Páll Hjarðar hjá Ísfélaginu sagði í samtali við Eyjafréttir að búið væri að landa nú um 3800 tonnum og að þeir væru ánægðir með aflann sem væri að koma.Sverrir Haraldsson hjá Vinnslustöðinni sagði að Makríllinn væri góđur […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.