Kvennalið ÍBV skrefi nær öruggu sæti í efstu deild

Í kvöld vann kvennalið ÍBV í knattspyrnu sameiginlegt lið HK/Víkings, 3-1. Emma Rose Kelly skoraði eitt mark fyrir ÍBV og Brenna Lovera tvö. Clara Sigurðardóttir átti stórgóðan leik fyrir ÍBV, skapaði oft mikla hættu og gaf tvær stoðsendingar sem gáfu mark. Með sigrinum fór ÍBV langleiðina með að tryggja sæti sitt í efstu deild á […]
Botnslagur á Hásteinsvelli kl. 17:15

Stelpurnar taka á móti botnliði HK/Víkings á Hásteinsvelli í dag í frestuðum leik. HK/Víkingur situr á botni deildarinnar með sjö stig en á enn möguleika að bjarga sér frá falli á kostnað ÍBV og Keflavíkur. ÍBV getur með sigri í leiknum komið sér fimm stigum frá Keflavík í 9. Sæti og farið langt með að […]
Stelpurnar sækja heim Stjörnuna í dag

Stelpurnar í ÍBV sækja heim Stjörnuna í Garðabæinn í dag kl. 18.00 í leik í 14. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í knattspyrnu. Mikið er undir hjá báðum liðum sem sitja við botn deildarinnar í harðri fallbaráttu. Fari svo að Keflavík vinni Þór/KA fyrir norðan, en sá leikur fer fram á sama tíma, fellur taplið viðureignar […]
Stelpurnar taka á móti KR í dag

Í dag kl. 18.00 á Hásteinsvelli taka stelpurnar í ÍBV á móti KR í leik í Pepsi Max-deild kvenna. Fyrir leikinn skilja aðeins tvö stig liðin að. ÍBV með 12 stig í 7. sæti en Kr í því 9. með 10 stig. Liðin berjast því við að komast uppí miðja deild. Það er því um […]
Eins marks tap gegn Selfossi

ÍBV tók á móti nágrönnum sínum í Selfossi í gær í leik í Pepsi Max-deild kvenna. Þrátt fyrir nokkrar ágætis marktilraunir ÍBV í upphafi leiks voru það Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir sem skoruðu fyrsta mark leiksins strax á 15. mínútu. Áfram sóttu Eyjakonur en inn vildi boltinn ekki og fór því svo að þetta var […]
Stórsigur á Stjörnunni

ÍBV tók á móti Stjörnunni úr Garðabæ í leik í Pepsi Max-deild kvenna í gærkvöldi. Það tók ÍBV aðeins níu mínútur að setja fyrsta markið. Cloé Lacasse opnaði þá markareikning kvöldsins er hún skoraði eftir sendingu frá Sesselju Líf Valgeirsdóttur. Á 27. mínútu fékk ÍBV svo víti en Birta Guðlaugsdóttir, markverður Stjörnunnar gerði sér lítið […]
Eins marks tap gegn KR á Meistaravöllum

ÍBV mætti KR í Meistaravöllum í leik í 4. umferð Pepsi Max-deildarinnar í gærkvöldi. KR byrjuðu leikinn mun betur og skoruðu eftir aðeins 14. mínútna leik. Á 37. mínútu fékk leikmaður KR, Laufey Björnsdóttir sitt annað gula spjald og því rautt eftir klaufaleg brot. Þrátt fyrir að vera einni færri á vellinum bættu heimamenn við marki […]
Stelpurnar taka á móti Þór/KA í dag

ÍBV tekur á móti Þór/KA á Hásteinsvelli í 3. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í knattspyrnu í dag kl. 14.00. Bæði lið eru með 3 stig eftir fyrstu tær umferðirnar og má því búast við hörku leik í dag. (meira…)
Cloé og Clara tryggðu stelpunum fyrstu stigin

ÍBV sótti heim Keflavík heim í leik í annarri umferð Pepsi Max-deild kvenna í gærkvöldi. Liðin skiptust á að sækja og fengu bæði ágætis færi. Hvorugu liðinu tókst þó að skora í fyrri hálfleik. Það var svo eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik að Cloé Lacasse kom ÍBV yfir eftir laglegan einleik. Tók þá […]
Tveggja marka tap gegn tvöföldum meisturum Breiðablik

Eyjastúlkur tóku á móti bikar- og Íslandsmeisturum Breiðablik í fyrstu umferð Pepsi Max-deild kvenna. Leikurinn byrjaði með miklum látum og sóttu bæði lið stíft. Agla María Albertsdóttir kom þá Blikastúlkum yfir á 11. mínútu. Níu mínútum síðar varð Ingibjörg Lucia Ragnarsdóttir leikmaður ÍBV fyrir því óhappi að fá fyrirgjöf Blikastúlkunnar Karólínu Leu í sig og […]