Skráðar pysjur komnar yfir 7000

Skráðar lundapysjur í pysjueftirlitinu eru orðnar 7014 en rúmlega helmingur þeirra hefur verið vigtaður eða 3751. Meðalþyngd þessara fulga er 284 grömm. Forsvarsmenn eftirlitsins eru ánægðir með þessa þátttöku í rafrænum skráningum en árið í ár er orðið það næst stærsta frá upphafi skráninga. Verulega hefur dregið úr skráningum síðustu daga og því ljóst að pysjuveiðitímabilið 2020 er senn á enda. (meira…)
Lundapysjutímabilið í hámarki – myndband

Nú er Lundapysjutímabilið í hámarki í Eyjum og pysjunum bókstaflega rignir niður. Mikið virðist vera af pysju og eru þeir stórar og gerðarlegar. Þegar þetta er skrifað hafa verið skráðar 5402 pysjur í Pysjueftirlitið, sem er eingöngu rafrænt í ár, á Lundi.is. 3028 pysjur hafa verið vigtaðar og er meðalþyngd þeirra 283 g. Helgi Tórzhamar, […]
Rúmlega 2000 pysjur skráðar

Það hefur verið nóg að gera hjá áhugafólki um lundapysjur miðað við skráningar á Lundi.is en pysjueftirlitið í ár er eingöngu rafrænt. Skráningar fóru rétt í þessu yfir 2000 stykki. Fjöldi skráðra pysja fór yfir 2000 þann 4. September á síðasta ári sem var met ár í eftirlitinu. Það er því ljóst að pysjan er […]
Pysjueftirlitið eingöngu rafrænt í ár

Margt er nú á annan veg í samfélaginu en áður, vegna Covid 19 og aðgerða til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Lundapysjur láta slíkt ekkert á sig fá og næstu vikur eigum við von á fjölda lundapysja í bænum okkar og fjölda björgunarfólks sem kemur þeim til hjálpar. Fyrsta pysjan lét sjá sig í bænum […]
Fyrstu pysjurnar til Sea life Trust í gær

Komið var með fyrstu pysjurnar í vigtun hjá Sea Life Trust í gær. Þetta kemur fram á Facebook síðu þeirra. “Í gær var komið með tvær pysjur í vigtun hjá okkur í Sea Life Trust. Eru það fyrstu pysjurnar sem komið er með í pysjueftirlitið í ár og byrjunin á uppáhalds tíma ársins hjá mörgum […]
Ekið á fyrstu lundapysjuna

Starfsfólki Pysjueftirlitsins barst í morgun tilkynning um að fyrsta lundapysjan væri fundin þetta árið, hún hafði því miður orðið fyrir bíl. Þau vildu brýna fyrir fólki að nú sé kominn tími til að hafa augun opin og kíkja eftir pysjum og jafnframt að aka varlega. (meira…)
Búið að vigta rúmlega 7700 pysjur

Vigtaðar lundapysjur hjá pysjueftirlitinu eru eftir daginn í gær orðnar 7703 talsins en í gæru bárust átta pysjur í vigtun og fimm daginn þar á undan þannig að ljóst er að þessi metvertíð er senn á enda. (meira…)
Nýtt heimsmet í pysjuvigtun

Pysjueftirlitið setti nýtt heimsmet í pysjuvigtun í dag þegar vigtaðar voru 543 pysjur. Eldra metið er frá 8. september í fyrra þegar vigtaðar voru 532 pysjur. “Þar af voru 47 óhreinar pysjur sem háfaðar voru upp úr höfninni og þarf að hreinsa. Í gær voru pysjurnar 451 og því eru Pysjurnar í ár orðnar 3125 […]
Tvö kör af olíublautum pysjum í morgun

Sea Life Trust barst heldur óskemmtileg sending nú í morgun þegar starfsfólk Vinnslustöðvarinnar kom með 47 olíublautar lundapysjur. Eins og Eyjafréttir hafa áður greint frá hefur töluvert borist af olíublautum fuglum uppá síðkastið. Öll aðstoð vel þegin Pysjutímabilið stendur nú sem hæst og því mörg horn að líta hjá starfsfólki Pysjueftirlitsins. Vanur starfsmaður getur þrifið […]
Fyrsta pysjan fannst um helgina

Fyrsta lundapysjan kom í pysjueftirlitið í gær. Það voru þær Tinna og Salka Hjálmarsdætur sem fundu hana. „Það voru þær Tinna og Salka Hjálmarsdætur sem fundu hana einmitt hér fyrir utan gestastofu mjaldranna. Eftir vigtun og mælingu var henni sleppt, enda alveg tilbúin til að halda á haf út. Við biðjum ykkur endilega að koma […]