Líflegar umræður um samgöngumál

Lífleg umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Bæjarstjóri fór yfir fund sem bæjarfulltrúar áttu með Vegagerðinni um stöðuna í Landeyjahöfn, vinnu við útboð á dýpkun Landeyjahafnar, hugmyndir að föstum dælubúnaði og stöðu á úttektar á Landeyjahöfn. Harma forystuleysi Bæjarfulltrúar D-lista lögðu þá fram eftirfarandi bókun. “Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma forystuleysið sem einkennir […]

Hvað gerðist?

Flugið Á kjörtímabilinu lagðist flug af og er í dag skugginn af því sem áður var, eitthvað sem sjá hefði mátt fyrir en fékk að gerast með lítilli viðspyrnu. Nú mörgum mánuðum síðar sitjum við uppi með 1 ferð á dag 2-3 daga í viku sem er mikil afturför og þjónar því miður fáum. Eftir […]

Verstu samgöngur sem ég hef búið við á 30 árum

Það er víðar spilaður handbolti en í Ungverjalandi því kvennalið ÍBV stendur í ströngu þessa dagana. Þær mættu Aftureldingu í Mosfellsbæ í gærkvöldi og unnu þar góðan sigur og eiga svo annan útileik gegn Fram komandi laugardag. Sigurður Bragason þjálfari liðsins er ánægður með stöðuna á liðinu en hann er allt annað en sáttur með […]

Skipstjóri á Herjólfi sigldi eftir að réttindi runnu út

Skipstjóri hjá Herjólfi hefur fengið áminningu í starfi og verið lækkaður í tign, eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Þetta staðfestir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. við fréttastofu RÚV. Lögskráningu skipsins var ábótavant, þar sem skipstjórinn hélt áfram að sigla eftir að atvinnuréttindi hans runnu út fyrir jól. […]

Slakar flugsamgöngur og illa búið dýpkunarskip

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í gær en þar kom fram að flugfélagið Ernir hóf áætlanaflug til og frá Vestmannaeyjum þann 23. desember sl., að undangenginni verðkönnun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Flugið er starfrækt með sérstöku framlagi frá samgönguráðuneytinu vegna Covid. Dýpi í Landeyjahöfn hefur versnað og verður dýpkað þegar aðstæður leyfa. Bæjarstjóri […]

Á­ætlunar­flug nauð­syn­legt Vest­manna­eyjum

Vestmannaeyjar er eina sveitarfélagið á Íslandi sem alfarið er staðsett á eyju og hefur þ.a.l. enga vegtengingu við meginlandið. Góðar samgöngur eru undirstaða búsetugæða samfélaga og hafa batnandi sjósamgöngur með tilkomu Landeyjahafnar og nýrrar ferju valdið því að aðsókn í flugið hefur farið minnkandi en áætlunarflug til Eyja frá Reykjavík hófst fyrst með Loftleiðum 12. […]

Geir Jón skriplar á skötu,

Geir Jón Þórisson, vinur minn, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann tilkynnti þjóðinni þá ákvörðun sína að hann ætlaði að kjósa Framsóknarflokkinn. Það kom mér sem slíkt ekki á óvart enda ekki langt síðan hann tilkynnti alþjóð að hann væri hættur í Sjálfstæðisflokknum. Skýringin þá var sú að hans kristilega uppeldi væri […]

Ráðherrar og þingmenn þurfa að beita sér

Ákvörðun Icelandair að hætta öllu áætlunarflugi til Vestmannaeyja frá og með 31. ágúst sl var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku. Sú ákvörðun var mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að félagið hafði áður gefið út að flogið yrði á markaðslegum forsendum út september. Í kjölfarið óskaði bæjarstjóri f.h. bæjarráðs eftir fundi með […]

Eyjan græna

Samgöngur til og frá Vestmannaeyjum eru og hafa verið mitt hjartans mál. Ég hef sem þingmaður þessa kjördæmis talað lengi fyrir því í ræðu og riti að samgöngur til og frá Vestmannaeyjum verði að vera skilvirkar. Sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fékk ég tækifæri til að efna þau loforð sem ég gaf og hef unnið sleitulaust […]

Hvenær ætlum við sjálf að veðja á samfélagið okkar? 

Núna svona rétt fyrir kosningar hefur dregið úr samgöngum til Eyja. Ekkert flug og miðdegisferð Herjólfs tekin af. Vetraráætlun komin á þegar sumarið er varla búið a.m.k. að mati þeirra sem halda hér úti ferðaþjónustu og verslun og þjónustu. Algjört klúður að mínu mati svona rétt fyrir kosningar með samgönguráðherrann í kjördæminu. Mokað undir lélega […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.