Samningaviðræður á lokametrunum

Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var gerð grein fyrir fundi sem bæjarráð átti ásamt bæjarfulltrúum með samninganefnd Vestmannaeyjabæjar um rekstur Herjólfs. Fulltrúar nefndarinnar hafa fundað stíft og reglulega með Vegagerðinni og eru samningaviðræður á lokametrunum og niðurstöðu að vænta fljótlega um áframhaldandi rekstur Vestmannaeyjabæjar á Herjólfi. Ráðningar að renna út Afar brýnt er að […]

Mikilvægt að niðurstaða verði ljós á næstu dögum

Samningaviðræður milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs standa enn yfir en málið var til umræðu á fundi Bæjarráðs í gær. Mikilvægt er að niðurstaða þeirra viðræðna verði ljós á allra næstu dögum sérstaklega í ljósi þess að búið er að segja öllum upp störfum hjá útgerðinni sem rekur skipið og taka þær uppsagnir gildi […]

Vestmannaeyjabær hugar að áframhaldandi rekstri Herjólfs

Bjarráð fundaði í hádeginu í dag og eins og svo oft áður voru samgöngumál til umræðu. Bæjarstjóri kynnti nýjan samning um dýpkun í Landeyjahöfn. Hefur Vegagerðin samið við danska dýpkunarfyrirtækið Rohde Nielsen A/S um dýpkun frá 15. febrúar og út mars. Samningurinn gildir þar til umsamin vordýpkun tekur við. Rohde Nielsen A/S mun nota dýpkunarskipið […]

Umhverfis- og samgöngunefnd fundar sérstaklega um stöðu innanlandsflugs

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið, klukkan 8:30, til þess að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi en Vilhjálmur Árnason, nefndarmaður Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, óskaði á dögunum eftir því að fundurinn yrði haldinn. Gestakomur verða frá fulltrúum flugrekstraraðila og ISAVIA en Vilhjálmur óskaði eftir fundinum í kjölfar þess að flugrekstraraðilar drógu […]

Kann ekki að vera Konni

Þá er rétt að halda áfram þar sem frá var horfið síðar hluta júlí í upprifjun á sögulegum staðreyndum er varðar Herjólf ohf og aðkomu bæjarstjórnar að þeim málum. Það er enn af nógu að taka. Var kjörinn formaður stjórnar en síðan látinn víkja Að afloknum bæjarstjórnarkosningum, þar sem að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meirihlutanum og nýr […]

Tugir bíla sátu fastir í nýja Herjólfi – sá gamli tekinn við

Bilun í glussakerfi á nýjum Herjólfi olli því að ekki var hægt að opna afturhlera skipsins nú fyrir stundu. Brugðið var til þess ráðs að snúa skipinu og hleypa bílunum út að framan. Ekki vildi hins vegar betur til en svo að hlerinn sem á að tengjast við landbrúnna náði ekki alla leið og því […]

Bæjarráð hvetur ráðherra að tryggja skosku leiðina

Flugvollur

Á fundi bæjarráðs í gær var meðal annars rædd staða flugsamganga til Vestmannaeyja í vetur en bæjarráð hefur áður lýst áhyggjum sínum af stöðunni. „Öflugt innanlandsflug er ein forsenda fyrir dreifðri byggð í landinu og nú er orðið ljóst að ekki er aðeins verið að fækka flugferðum til Vestmannaeyja heldur einnig annarra áfangastaða á landinu,” segir […]

Þurftum að bregðast við breyttu farþegastreymi

Aukin ferðatíðni Herjólfs eru frábær samgöngubót fyrir Vestmannaeyjar það hefur svo sannalega sýnt sig í sumar. Hin hliðin á þessum fjölda ferða er svo minni nýting á flugsamgöngum. Frá og með 1. september mun flugfélagið fækka ferðum sínum niður í tíu ferðir í viku. „Flogið verður alla daga nema laugardaga og verða tvær ferðir mánudaga, miðvikudaga, […]

Millilandaflug til Eyja og óháð úttekt á Landeyjahöfn

Nú í vikunni sendi meiri hluti umhverfis – og samgöngunefndar frá sér nefndarálit um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019–2023 og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019–2033. En það eru nokkur atriði sem tengjast Vestmannaeyjum í þeirri samgönguáætlun. Það sem helst ber á góma er flugið og hin umtalaða skoska leið. […]

Leggja til 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum einstaklinga

Flugvollur

Starfshópur sem hafði það hlutverk að móta tillögur um uppbyggingu flugvallakerfisins á Íslandi og eflingu innanlandsflugs sem almenningssamgangna hefur skilað skýrslu til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Í skýrslunni eru gerðar tillögur um breytingar á fyrirkomulagi innanlandsflugs og rekstri flugvalla og að innanlandsflug verði hagkvæmur kostur fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Til að jafna aðgengi landsmanna […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.