Sjávarútvegsdagurinn 2020

Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins, stendur frá klukkan 8:30 til 10:00. Fundurinn verður eingöngu sendur út á netinu. Sem fyrr mun Jónas Gestur Jónasson löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte fara yfir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja fyrra árs og einnig eldisfyrirtækja. Þá verða stuttir fyrirlestrar og ávarp frá fjármála- og efnahagsráðherra. Hlekkur á […]
VSV fagnar Fishmas-hátíðinni!

Björn Matthíasson, framkvæmdastjóri VSV Seafood Iceland, sölufyrirtækis Vinnslustöðvarinnar, situr í verkefnisstjórn nýrrar markaðsherferðar fyrir íslenskar sjávarafurðir í Bretlandi undir yfirskriftinni Seafood from Iceland. Að verkefninu standa Íslandsstofa, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og á fjórða tug fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi, tækni og þekkingarmiðlun. Bretlandseyjar eru fyrsta markaðssvæðið sem tekið er fyrir og þar er byrjað að […]
Fundað um fyrirkomulag loðnuleitar

Fyrirkomulag loðnuleitar í haust og vetur var til umræðu á fundi sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðaði til í gær með fulltrúum Hafrannsóknastofnunar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Á fundinum fóru fulltrúar Hafrannsóknastofnunar yfir fyrirhugaða leit. Þar kom fram að hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur í haustleiðangur á mánudaginn og stendur hann yfir í […]
Samdráttur í útflutningi á sjávarafurðum

Útflutningsverðmæti sjávarafurða var rúmir 23,7 milljarðar króna í maí, sem er í samræmi við bráðabirgðatölur Hagstofunnar sem greint var frá á Radarnum í byrjun júní. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi SFS. Þetta er tæplega 16% samdráttur í krónum talið miðað við útflutningsverðmæti sjávarafurða í maí í fyrra. Samdrátturinn er ívið meiri í erlendri mynt, […]
Mesti samdráttur í sjávarútvegi frá því snemma á níunda áratugnum

Útflutningur á sjávarafurðum hefur dregist verulega saman það sem af er ári, borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Samdráttinn má rekja til loðnubrests, annað árið í röð, brælu í upphafi árs og svo síðast en ekki síst COVID-19 sem hefur valdið miklum erfiðleikum í […]
SFS vilja fresta veiðigjöldum

Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi hafa skilað inn umsögn um frumvarp til laga um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fram kemur í umsögninni að Íslenskur sjávarútvegur fer ekki varhluta af þessum fordæmalausu aðstæðum. Ljóst er að markaður með íslenskar sjávarafurðir fer hratt minnkandi og sums staðar er hann raunar hverfandi. Veitingastaðir, […]
Fiskeldi um 10% af verðmæti útfluttra sjávarafurða

Útflutningsverðmæti eldisafurða nam 25 milljörðum króna á árinu 2019, sem er 90% aukning frá fyrra ári. Hefur útflutningsverðmæti eldisafurða aldrei verið meira og rímar þessi þróun vel við spá okkar fyrir árið. Í erlendri mynt var aukningin aðeins minni, eða 75%, þar sem gengi krónunnar veiktist um tæp 8% á milli ára sé tekið mið […]