Eyþór býður sig fram til forystu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Eftir að hafa verið varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í minnihluta á núverandi tímabili, þá hef ég kynnst snertiflötunum sem tilheyra starfi í sveitarstjórn. Veldur hver á heldur segir máltækið – margt hefur verið vel gert á tímabilinu sem er á enda, en margt hefði ég viljað sjá fara á annan veg. Til þess að hafa áhrif og […]
Flokkur fólksins skoðar framboð

Sveitastjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí næstkomandi nú þegar hafa þrír listar boðað framboð en það eru Eyjalistinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Fyrir Heimaey. Svo gæti farið að framboðum til bæjarstjórnar fjölgi því Flokkur fólksins hefur verið að skoða þann möguleika að bjóða fram í Vestmannaeyjum. Þetta staðfesti Georg Eiður Arnarson varaþingmaður flokksins í samtali við Eyjafréttir. […]
Birgir Þórarinsson genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn

Birgir Þórarinsson, sem kosinn var þingmaður fyrir Miðflokkinn í Suðurkjördi í ný afstöðnum þinkosningum, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Birgir segir í samtali við blaðið að hann hafi gengið […]
Gerum lífið einfaldara – nýtum kosningaréttinn

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum í gegnum söguna og á sterkt erindi við framtíðina. Sjálfstæðisflokkurinn vill einfalda fólki lífið, draga úr ríkisafskiptum og tryggja að hið opinbera sé hvataaðili en ekki þröskuldur fyrir frjóar hugmyndir einstaklinga og atvinnulífs. Frelsi til búsetu Grunnstef Sjálfstæðisflokksins er frelsið og það í víðu samhengi, hvort sem […]
Fundur Sjálstæðisflokksins í Akóges færist yfir á hádegi á föstudag

Fundi Sjálfstæðisflokksins sem fara fram átti í Akóges í hádeginu í dag miðvikudag hefur verið frestað. Fundurinn fer þess í stað fram í Akóges kl. 12:00 á föstudag 24. september. (meira…)
Opinn fundur Sjálfstæðisflokksins í Akóges í hádeginu á miðvikudag

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Bjarni Benediktsson bjóða Eyjamönnum til opins fundar í Akóges kl. 12:00 miðvikudaginn 22. september. Farið verður yfir helstu áherslumál og fyrirspurnum svarað. Súpa og brauð frá Einsa Kalda Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur (meira…)
Fjórum villum svarað

Ég hef fengið það hlutverk að sitja bæjarstjórnarfundi þegar forföll verða hjá aðalbæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Á síðasta fundi bæjarstjórnar fékk ég tækifæri á að segja mína skoðun á hvernig meirihluti E og H listans hafa unnið að málefnum Hraunbúða undanfarið ár. Ég er ekki sammála þeirra vegferð í að setja reksturinn frá okkur með þeirri óvissu […]
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi samþykktur á fjölmennum fundi

D-listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var samþykkur samhljóða í dag í Grindavík á fjölmennum fundi Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Á annað hundrað manns tóku þátt í fundinum og var góð stemning og baráttuandi í fólki fyrir komandi þingkosningar. Frá því prófkjör flokksins fór fram 29. maí sl. hefur kjörnefnd verið að störfum við að ganga frá […]
Guðrún sigraði hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi – Jarl endaði í 6. sæti

Loka niðurstaða liggur fyrir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Alls greiddu atkvæði 4.647 manns. Gildir seðlar voru 4.533 og auðir og ógildir 114. Í fyrsta sæti er Guðrún Hafsteinsdóttir með 2.183 atkvæði Í öðru sæti er Vilhjálmur Árnason með 2.651 atkvæði í 1. – 2. sæti. Í þriðja sæti er Ásmundur Friðriksson með 2.278 atkvæði […]
MEÐ ALLT Á HREINU – Bílabíó í Eyjum.

Þriðjudagskvöldið 25. maí, í kvöld verður Bílabíó á bílaplaninu austan við Fiskiðjuna kl. 18.30. Þar verður Eyjamönnum boðið frítt á sýningu myndarinnar „Með allt á hreinu“ sem ætti að vera mörgum Eyjamanninum hugleikin. Með allt á hreinu er löngu orðin sígild mynd í hugum Íslendinga og alltaf gaman að sjá myndina aftur. Það eru frambjóðendur […]