Allir eiga hrós skilið

Framtíðarsýn í menntamálum var merkilegt plagg sem bæjarstjóri, skólastjórar GRV og leikskólana í Vestmannaeyjum skrifuðu undir ásamt undirrituðum. Þar var unnin mikil og góð vinna fagmanna í samráði við alla hagsmunaaðila. Niðurstaðan var að leggja áherslu á lestur og stærðfræði, t.d. með snemmtækri íhlutun til að hafa mælanlegar niðurstöður. Einnig var lögð áhersla á að […]
Sjálfstæðisfólk gekk rúmlega hringinn í kringum landið

Sjálfstæðisfólk gekk samanlagt rúmlega tvær milljónir skrefa á sunnudaginn á tuttugu stöðum um land allt í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. Það samsvarar því að flokksmenn hafi gengið rúmlega hringinn í kringum landið (á þjóðvegi 1). Göngurnar voru skipulagðar af heimafólki á hverjum stað og hittist fólk á eftir og gæddi sér á veitingum. […]
Hvetja bæjarfulltrúa til að halda áfram á braut góðra verka

Aðalfundir Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum og fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum voru haldnir í kvöld miðvikudaginn 27.febrúar. Prýðis mæting var á fundina en á þá mættu á fimmta tug félaga. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf þar sem m.a. voru kjörnar stjórnir félaganna. Stjórn sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja skipa: Páll Marvin Jónsson formaður, Andrea Guðjóns Jónasdóttir, Sindri Ólafsson, Kolbrún Kjartansdóttir […]
Skoska leiðin sjálfsögð mótvægisaðgerð

Tilkoma Landeyjahafnar var Vestmannaeyjum mikil samgöngubylting. Tíðari ferðir og styttri ferjuleið gerði eyjuna mun aðgengilegri fyrir gesti og jók ferðafrelsi heimamanna til muna. Vonir stóðu til að höfnin myndi fljótlega þjóna samfélaginu sem heilsárshöfn en í kjölfar fjármálahruns var nýsmíði ferju sett á ís og árið 2010 var niðurgreiðslu innanlandsflugs til Vestmannaeyja illu heilli alfarið […]