Fundað um fyrirkomulag loðnuleitar

Fyrirkomulag loðnuleitar í haust og vetur var til umræðu á fundi sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðaði til í gær með fulltrúum Hafrannsóknastofnunar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Á fundinum fóru fulltrúar Hafrannsóknastofnunar yfir fyrirhugaða leit. Þar kom fram að hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur í haustleiðangur á mánudaginn og stendur hann yfir í […]

Aflamagni ráðstafað til sérstakra aðgerða á fiskveiðiárinu 2020/21

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðstafað rúmlega 29 þúsund tonnum aflamagns í bolfiski til sérstakra aðgerða. Er það nokkuð minna magn en á síðasta fiskveiðiári sem skýrist af samdrætti í leyfilegum heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár sem fylgir vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Um árlega úthlutun er að ræða sem byggir á lögum um stjórn fiskveiða […]

720 tonnum bætt við strandveiðar

Kristján Þór Júlíusson hefur ákveðið hækka aflaviðmiðun í þorski til strandveiða úr 10.000 tonnum í 10.720 tonn. Þetta kemur fram í frétt á vef Landssambands smábátaeigenda í morgun. Í drögum að fréttatilkynningu sem LS fékk senda segir m.a. að með því að auka aflaheimildir til strandveiða sé verið að koma til móts við þá miklu […]

Orkídeu ýtt úr vör

Orkídeu, nýju samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi, hefur verið ýtt úr vör með undirskrift fulltrúa allra þeirra sem að verkefninu standa, en það eru Landsvirkjun, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóli Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Orkídea snýst um uppbyggingu orkutengdra tækifæra framtíðarinnar á Suðurlandi, til dæmis við matvælaframleiðslu og líftækni, sjálfbæra nýtingu auðlinda, sprotastarfsemi og að […]