Stöðvast strandveiðar í byrjun ágúst?

Spurning sem 650 sjómenn á strandveiðibátum spyrja sig. Búið er að veiða rúm 7.500 tonn af þorski og er rífandi gangur í veiðunum. Þorskafli þá 10 veiðidaga sem búnir eru í júlí er að meðaltali 211 tonn. Verði það óbreytt þá 8 daga sem eftir eru mánaðarins lýkur veiðum 6. ágúst miðað við ákvæði reglugerðar […]
Bylgja VE leigð til Grindavíkur

Vísir hf. í Grindavík hefur tekið Bylgju VE á leigu og lagt Kristínu GK. Að sögn Péturs Hafsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er ekki útilokað að farið verði út í nýsmíði. Með Bylgju VE gerir Vísir í fyrsta sinn út skip til togveiða. „Kristín er komin á tíma og fer í pottinn,“ segir Pétur. Kristín er 41 […]
Ný íslensk síða um sjávarútveg

Stýrið er nýtt veflægt sjókort sem áætlað er að fari formlega í loftið í lok ágúst eða við upphaf nýs fiskveiðiárs. Það stendur til að einblína á sjávarútveg og birta upplýsingar um staðsetningu fiskiskipa af öllum stærðum og gerðum. Hugmyndin varð til í byrjun febrúar á þessu ári og hefur verið hliðarverkefni síðastliðna mánuði. Síðustu […]
Samdráttur í útflutningi á sjávarafurðum

Útflutningsverðmæti sjávarafurða var rúmir 23,7 milljarðar króna í maí, sem er í samræmi við bráðabirgðatölur Hagstofunnar sem greint var frá á Radarnum í byrjun júní. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi SFS. Þetta er tæplega 16% samdráttur í krónum talið miðað við útflutningsverðmæti sjávarafurða í maí í fyrra. Samdrátturinn er ívið meiri í erlendri mynt, […]
Vísitala norsk-íslenskrar síldar lækkar um 13%

Bráðabirgðaskýrsla um niðurstöður alþjóðlegs leiðangurs frá maí síðastliðnum í Noregshafi og aðliggjandi hafsvæðum liggur nú fyrir. Eitt af meginmarkmiðum leiðangursins er að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og annara uppsjávartegunda. Því til viðbótar er ástand hafsins og vistkerfisins kannað, m.a. hitastig og magn átustofna. Leiðangurinn er skipulagður innan vinnuhóps Alþjóða Hafrannsóknaráðsins (ICES). Þátttakendur í […]
Fiskeldi í Viðlagafjöru

Lögð voru fram til upplýsinga á fundi bæjarráðs í síðustu viku drög að breytingu á þegar samþykktri viljayfirlýsingu um samvinnu, samskipti og nauðsynlega samningagerð og undirbúningsvinnu í tengslum við þróunarvinnu og byggingu fiskeldis á landi í Viðlagafjöru á Heimaey. Um er að ræða ítarlegri viljayfirlýsingu og aðra staðsetningu. Viljayfirlýsingunni er vísað til umræðu og afgreiðslu […]
Landaður afli í maí var tæplega 126 þúsund tonn

Afli íslenskra fiskiskipa var 125,6 þúsund tonn í maí 2020 sem er 3% meiri afli en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vegf hagstofunnar, 12% samdráttur varð á veiðum á botnfiski, utan þorskafla sem jókst um 1% og var hann tæplega 26,7 þúsund tonn. Af uppsjávarfiski veiddust tæp 80 þúsund […]
Mesti samdráttur í sjávarútvegi frá því snemma á níunda áratugnum

Útflutningur á sjávarafurðum hefur dregist verulega saman það sem af er ári, borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Samdráttinn má rekja til loðnubrests, annað árið í röð, brælu í upphafi árs og svo síðast en ekki síst COVID-19 sem hefur valdið miklum erfiðleikum í […]
„Blönduð áhöfn“ á Ísleifi eltir kolmunna

„Við verðum væntanlega komnir á miðin suður af Færeyjum seint í nótt og byrjum að nudda í morgunsárið. Himnaríkisblíða var í fyrstu tveimur ferðunum en einhver breyting verður á því núna,“ sagði Magnús Jónasson skipstjóri, Maggi á Ísleifi VE, seint í gærkvöldi. Skipið var þá komið langleiðina á kolmunnamiðin við Færeyjar í þriðja túrnum á […]
Ísleifur VE og Breki VE með fullfermi, miklar annir í vinnslunni

Ísleifur VE kom til hafnar í morgun af kolmunnamiðum suður af Færeyjum með fullfermi eða um 2.000 tonn. Löndun hófst þegar í stað. Þetta var fyrsta veiðiferð skipsins á kolmunna á vertíðinni. Óhætt er að segja að mikill gangur sé í veiðum og vinnslu hjá VSV þessa dagana. Til að mynda var unnið í saltfiski […]