Eðlileg krafa ríkið skapi atvinnugreininni sanngjarnt umhverfi

Bæjarráð ræddi stöðu sjávarútvegs í Vestmannaeyjum á tímum Covid-19 á fundi sínum í síðustu viku. Stjórnendur og starfsfólk fyrirtækjanna hefur lagt mikið á sig til að halda uppi sem eðlilegastri starfsemi og fyrirtækjunum gangandi. Það skiptir miklu máli að geta haldi uppi órofinni starfsemi á sama tíma og fyrirmælum er fylgt. Það hefur tekist vel. […]
Aflabrögð á fyrra helmingi fiskveiðiársins

Heildarafli íslenska flotans þegar fiskveiðiárið 2019/2020, sem hófst 1. september 2019, var hálfnað nam rúmlega 420 þúsund tonnum upp úr sjó. Þetta kemur fram í frétt á vef Fiskistofu. Til samanburðar var aflinn á sama tímabili í fyrra rúm 496 þúsund tonn. Þetta er samdráttur í heildarafla milli fiskveiðiára sem nemur um 15% eða um […]
Sjávarútvegur – kjölfesta atvinnulífsins

Sjávarútvegurinn hefur í gegnum aldanna rás verið undirstöðuatvinnugrein landsins. Líkt og núverandi seðlabankastjóri Dr. Ásgeir Jónsson lýsti vel þá hefur sjávarútvegur verið ,,brimbrjótur tækniframfara og nýsköpunar í íslensku hagkerfi”. Sjávarútvegurinn hefur með frumkvöðlastarfsemi sinni verið ein frumforsenda framþróunar og aukinnar hagsældar íslensks samfélags svo lengi sem elstu menn muna. Sjávarútvegur er hreyfiafl framfara Vestmannaeyjar eru […]
Markaðsstarf og nýuppgötvuð færni í eldamennsku á veirutímum

„Sala frystra sjávarafurða í verslunum í Frakklandi hefur aukist um 108% frá því stjórnvöld settu á útgöngubann 17. mars 2020. Neytendur bregðast eðlilega við ástandinu með því að kaupa matvöru sem hægt er að geyma lengi og elda heima þegar veitingastaðir eru lokaðir. Þá sjáum við það gerast í verslunum að fólk er hvatt til […]
Ágætis vertíð en sérkennileg

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í heimahöfn í gærmorgun og í kjölfarið var góðum afla landað úr systurskipinu Bergey VE. Heimasíðan ræddi við Birgi Þór Sverrisson, skipstjóra á Vestmannaey, og spurði hann hvernig veiðiferðin hefði gengið og einnig hvað hann vildi segja um vertíðina hingað til. „Það verður að segjast að þessi veiðiferð gekk vel. […]
Sjávarútvegsfyrirtæki falla frá málsókn um skaðabætur

Svo sem fram hefur komið munu áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa víðtæk áhrif á ríkissjóð og allt íslenskt samfélag. Fyrir endann á því verður ekki enn séð, því miður. Það er hins vegar á svona stundum sem styrkleikar íslensks samfélags koma vel í ljós. Víðtæk samstaða og baráttuhugur hafa einkennt samfélagið síðustu vikur og mánuði. Nú […]
47.000 tonn á 13 árum

Smáey VE, sem áður bar nafnið Vestmannaey, hefur verið seld Þorbirni hf. í Grindavík. Verður skipið afhent nýjum eiganda í byrjun maímánaðar. Vestmannaey er ísfisktogari sem smíðaður var í Gdynia í Póllandi fyrir Berg-Hugin í Vestmannaeyjum árið 2007. Skipið er 485 brúttótonn, 28,9 m langt og 10,39 m breitt með 699 hestafla Yanmar vél. Vestmannaey […]
SFS vilja fresta veiðigjöldum

Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi hafa skilað inn umsögn um frumvarp til laga um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fram kemur í umsögninni að Íslenskur sjávarútvegur fer ekki varhluta af þessum fordæmalausu aðstæðum. Ljóst er að markaður með íslenskar sjávarafurðir fer hratt minnkandi og sums staðar er hann raunar hverfandi. Veitingastaðir, […]
Annar furðuþorskur veiddist við Surtsey

„Ábyggilega er mun líklegra að fá stærsta lottóvinninginn en að draga furðafiska um borð á sama stað í tveimur veiðiferðum í sömu vikunni!“ segir Kjartan Guðmundsson, skipstjóri á Drangavík VE. Áhöfnin kom með að landi á þriðjudaginn gulasta þorsk sem sést hefur, hreinasta furðufyrirbæri og einsdæmi svo vitað sé. Í næstu veiðiferð var […]
Gulasti þorskur stofnsins veiddist við Eyjar

Gulasti þorskur Íslandsþorskunnar kom í gær á land úr Drangavík VE. Enginn hjá Vinnslustöðinni sem leit fyrirbærið augum kannaðist við að hafa séð neitt því líkt fyrr eða síðar. „Margt skrítið hef ég séð um dagana en þetta er nú eitt magnaðasta helvíti úr sjó sem fyrir augu mín hefur borið um dagana. Þarna virðast […]