Stærsta sandhverfa sem veiðst hefur við Ísland

Stærsta sandhverfa sem veiðst hefur við Ísland kom á land í Vestmannaeyjum þann 25. febrúar síðastliðinn en það var Drangavík VE80 sem kom með fiskinn að landi sem er 86cm á lengd 69cm á breidd og 14,3kg að þyngd slægð. Talið er að fiskurinn hafi veiðst við Ingólfshöfða. Á heimasíðu Hafrannsóknarstofnunnar kemur meðal annars fram […]

Minningargrein: Óskar Þór Hauksson

Vinnudagurinn 26. janúar síðastliðinn byrjaði afar óþægilega hjá okkur í Vinnslustöðinni, þegar samstarfsmaður okkar, Óskar Þór, var sóttur, veikur, af sjúkrabíl á vinnustaðinn. Öll vonuðum við auðvitað, að hann myndi ná sér fljótt og vel og áttum í raun ekki von á öðru. Það var því mikið áfall að fá fréttirnar af andláti Óskars, aðeins […]

Varla hægt að tala um humarvertíð

„Það er varla hægt að tala um humarvertíð vegna þess að við erum að veiða þennan humar fremur í vísindaskyni en atvinnuskyni. Þetta snýst fyrst og fremst um það að yfirgefa ekki miðin heldur að reyna að veiða þetta litla magn sem má veiða og fara þá vítt og breitt um miðin. Það er afar […]

Drangavík gerð klár til veiða á sólríkum sumarmorgni

Drangavík VE og Brynjólfur VE sögðu skilið við humarinn um mánaðarmótin og bjuggu sig undir nýjan kafla í veiðiskap. Áhafnirnar skiptu um veiðarfæri og lagt var úr höfn á áliðnum sunnudegi í lok goslokahátíðar til að sækja fisk til vinnslu; þorsk, ýsu, karfa, löngu, skötusel og annað það sem hafnar í trollinu. Ufsi er samt […]

Eyjasaltfiskur á portúgölskum páskaborðum þrátt fyrir kóvíd

Sala saltfisks frá Vestmannaeyjum í Portúgal tók kipp núna í mars sem staðfestir að margir þar í landi geta ekki hugsað sér páskahátíð án þess að hafa þessa góðu matvöru á veisluborðum! Portúgalir ganga engu að síður í gegnum verulegar þrengingar vegna kóvíd líkt og svo margar aðrar Evrópuþjóðir en framan af í faraldrinum var […]

Vetrarvertíð byrjar með bullandi veiði og trukki

„Fyrsti veiðidagurinn okkar var 10. janúar og við höfum fengið þetta sjö til níu tonn á dag en aflinn í gær var tuttugu tonn og verður enn meiri í dag. Það er með öðrum orðum bullandi veiði og mætti halda að kominn væri marsmánuður en ekki miður janúar! Vetrarvertíðin byrjar af meiri krafti nú en […]

Vetrarvertíð byrjar með bullandi veiði og trukki

„Fyrsti veiðidagurinn okkar var 10. janúar og við höfum fengið þetta sjö til níu tonn á dag en aflinn í gær var tuttugu tonn og verður enn meiri í dag. Það er með öðrum orðum bullandi veiði og mætti halda að kominn væri marsmánuður en ekki miður janúar! Vetrarvertíðin byrjar af meiri krafti nú en […]

Lóðsinn aðstoðaði Drangavík til hafnar

Bilun kom upp um borð í togaranum Drangavík VE þegar skipið var á veiðum austur í Breiðamerkurdýpi í morgunn. „Þetta er bilun í skiptiskrúfunni sem veldur því að það er ekki hægt að minnka skrúfuskurðinn. Skipið keyrði fyrir eigin afli til Eyja en það þótti ráðlegt að kúpla frá við Bjarnarey og láta lóðsinn draga […]

VSV-humar fyrirsæta í kennsluefni

„Ég er mættur hingað til að safna myndum í kennsluefni fyrir framhaldsskólanema. Margsannað mál er að góðar myndir segja meira en mörg orð og það á afar vel við hér,“ sagði Hörður Sævaldsson, lektor í auðlindadeild Háskólans á Akureyri, á dögunum þegar hann leit inn í humarvinnslu VSV og „skaut“ í allar áttir þar sem […]

Saltfiskur, Sverrir, Einsi kaldi og VSV

„Ég hef áður verið með saltfisk á matseðlinum en hann hreyfðist varla. Í vetur ákvað ég að prófa aftur og þá brá svo við að saltfiskurinn varð strax einn vinsælasti rétturinn hjá okkur. Það kom mér gleðilega á óvart en líklega höfum við félagarnir fundið réttu meðhöndlunarformúluna!“ Einar Björn Árnason, eigandi og yfirmatreiðslumeistari veitingastaðarins og […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.