Höldum Þjóðhátíð með Eyjasonum

Hljómsveitin Eyjasynir var stofnuð í lok síðasta árs en hana skipa Daníel Franz Davíðsson, Arnþór Ingi Pálsson, Bogi Matt Harðarson, Einar Örn Valsson, Símon Þór Sigurðsson, Eldur Antoníus Hansen og Elísa Elíasdóttir. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa verið duglegir við útgáfu á árinu og voru í dag að gefa frá sér lagið Höldum Þjóðhátíð, lag og texti […]
Styrktartónleikar á laugardagskvöldið

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum óskaði eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Svövu Kristínar Grétarsdóttur um leyfi til að halda styrktartónleika á bílastæði bakvið húsið við Strandveg 50, þann 1. ágúst nk., frá kl. 23:00 til kl. 03:30 þann 2. ágúst nk. Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að farið sé að skilyrðum sýslumanns og með […]
Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja kemur út þrátt fyrir enga Þjóðhátíð

Í aðdragana Þjóðhátíðar er útgáfa Þjóðhátíðarblaðs Vestmannaeyja fastur liður, en blaðið hefur komið út í rúmlega 80 ár. Þrátt fyrir að Þjóðhátíð hafi verið slegin af í ár vegna samkomutakmarkana í tengslum við Covid-19 kom ekki annað til greina hjá ÍBV-íþróttafélagi en að gefa blaðið út. Ritstjóri blaðsins í ár er Eyjapeyinn Skapti Örn Ólafsson, […]
Árni Johnsen ætlar sér að bregða gítar á loft á þjóðhátíð

„Það segir svo í gömlu þjóðhátíðarkvæði: … þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin þjóðhátíð. Það verður ekki formleg þjóðhátíð í Herjólfsdal en ég reikna með því að Eyjamenn grípi til sinna ráða og tjaldi til dæmis í heimagörðum og færi sig um set eins og lundinn. Eftir því hvar sílið er,“ segir Árni […]
Mögulegt að færa miðann á Þjóðhátíð 2021

Nú er orðið aðgengilegt að taka afstöðu til miðakaupa inn á „Mitt svæði“ á Dalurinn.is. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ÍBV sendi frá sér í morgun. Undir þinni pöntun er hnappur „Taka afstöðu til miðakaupa“ sem þú smellir á og velur einn af þremur möguleikum. Valmöguleikarnir eru að flytja miðann þinn yfir á Þjóðhátíð […]
Töluvert minna um afbókanir en gert var ráð fyrir

Herjólfur sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kemur að skipið siglir sjö ferðir á dag yfir verslunarmannahelgina dagana 30. júlí til 4. ágúst. Þetta er töluverð breyting á fyrri áætlun en samt sem áður sami fjöldi ferða milli lands og Eyja eftir að Þjóðhátíð var aflýst. Í fyrri áætlun var gert ráð […]
Takk fyrir mig frumflutt (myndband)

Lagið Takk fyrir mig í flutningi Ingó Veðurguðs var frumflutt á FM957 í morgun. Lagið er þjóðhátíðarlagið í ár. Höfundar lags og texta eru bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir en Ingó hefur glætt Þjóðhátíð lífi síðustu ár eins og landsmenn þekkja. Lagið heitir Takk fyrir mig. Bræðurnir og Þjóðhátíðarnefnd voru algerlega sammála um að gefa […]
Brennan verður á sínum stað

„Brennan verður á sínum stað á miðnætti á föstudegi það var ákveðið í vor og því verður ekki breytt,“ sagði Bragi Magnússon brennustjóri í samtali við Eyjafréttir. Hefð er fyrir því að vinna við brennuna uppi á Fjósakletti hefjist í kringum mánaðamótin júní/júlí. „Það stóð náttúrulega alltaf til að halda Þjóðhátíð í einhverri myndi og […]
Áfram takmarkað við 500 en opnun skemmtistaða lengist

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur líklegt að fjöldatakmörkunum verði haldið í 500 manns út ágúst. Áður hafði Þórólfur lagt til við heilbrigðisráðherra að 2.000 manns mætti koma saman frá og með 13. júlí. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þá kom einnig fram að sóttvarnalæknir hefur í hyggju að […]
Niðurstaða í næstu viku

Ekki liggur fyrir hvernig staðið verður að hátíðarhöldum í tengslum við þjóðhátíð þetta árið. “Staðan hefur ekkert breyst”, sagði Hörður Orri Gréttisson framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við mbl.is í gær. „Við erum bara að vinna að þessu,“ segir hann og bætir við að von sé á að niðurstaða fáist von bráðar, jafnvel í næstu viku. […]