Mágkonur sem smellpössuðu saman

Mágkonurnar Sara Renee Griffin og Una Þorvaldsóttir hafa skemmt gestum þjóðhátíðar síðan árið 2018. Þær stöllur komu fram saman á föstudagskvöldinu árið 2022 og 2023 en Sara kom einnig fram árið 2018. Sara steig fyrst á svið þegar hún vann söngvakeppni barna árið 2012 og fékk í kjölfarið að syngja á stóra sviðinu um kvöldið […]

Umgengni á tjaldsvæði – Aðstæður og umfang komu á óvart

„Við vorum með sama viðbúnað fyrir þjóðhátíðina í ár og á síðasta ári. Bjuggum að því að meðal starfsmanna var fólk sem var með okkur í fyrra,“ sagði Sreten Ævar rekstrarstjóri Landamerkis sem hefur umsjón með  tjaldsvæðinu við Þórsheimilið sem er þjónustuhús fyrir tjaldsvæðið. Tilefnið er óánægja gesta með umgengni á tjaldsvæði og óþrifnað í […]

Berst fyrir bættu hjólastólaaðgengi í Herjólfsdal

Einn þeirra sem gerðu sér leið til Vestmannaeyja um helgina til að taka þátt í gleðinni á Þjóðhátíð var hinn 23 ára gamli Dagur Steinn Elfu Ómarsson. Eftir fyrstu tvö kvöld hátíðarinnar hafi hann þó neyðst til að fara heim vegna lélegs hjólastólaaðgengis, en sjálfur notar Dagur hjólastól. Dagur er mikill djammari og hefur gaman […]

Sunnudagur í myndum

Mikil gleði og skemmtun ríkti á sunnudeginum á Þjóðhátíð í ár og til margra ánægju var veðrið andstæða veðursins frá kvöldinu áður. Hápunktur margra á ári hverju er brekkusöngurinn sem trúbadorinn og Selfyssingurinn Magnús Kjartan Eyjólfsson leiddi í þriðja skiptið þetta árið. Áður en brekkusöngurinn hófst var sýnt stutt myndband í minningu Árna Johnsen sem bjó […]

Helgin í gegnum linsu Adda í London

Þjóðhátíð Vestmannaeyja er nú að baki og gestir á eynni farnir að tínast heim. Helgin fór að mestu leyti vel fram í ágætis veðri fyrir utan úrhellisrigningu á laugardagskvöldið. Addi í London var með myndavélina á lofti um helgina og smellti af eftirfarandi myndum. (meira…)

Hjólaði inn á Hásteinsvöll í miðjum leik

Ungur maður hjólaði inn á Hásteinsvöll á rafmagnshlaupahjóli síðastliðinn fimmtudag þegar KFS lék við Hvíta riddarann í 3. deild karla í knattspyrnu á húkkaraleik. Leikmönnum var ekki skemmt yfir atvikinu eins og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir neðan.   Ljósmynd: Skjáskot. (meira…)

Mögulega metfjöldi að mati lögreglu

Í gærkvöldi safnaðist mikill fjöldi Þjóðhátíðargesta saman í brekkusöngnum í einmuna blíðu. Lögregla telur jafnvel að aldrei hafi verið fleiri þar saman komnir en nú, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Rólegt var fram eftir kvöldi og góður bragur yfir hátíðarsvæðinu. Er leið á nóttina voru tilkynntar þrjár minniháttar líkamsárásir […]

Fötin þurrkuð fyrir Brekkusönginn

Eftir nokkuð blautan laugardag er komið hið besta veður í Vestmannaeyjum og stefnir í gott veður á Brekkusöng í kvöld sem að margra mati er hápunktur hátíðarinnar. Flestir blotnuðu vel í gærkvöldi en létu það ekki stoppa sig í gleðinni. Þá er bara að undirbúa sig fyrir kvöldið og íslensk ungmenni bjarga sér. Það sést […]

„Þú berð þetta ekki saman við neitt annað”

Magnús Kjartan Eyjólfsson, söngvari og gítarleikari Stuðlabandsins frá Selfossi, mun leiða brekkusönginn í þriðja sinn í kvöld. Í fyrsta skiptið hafi það þó verið fyrir tómri brekkunni og söngnum streymt heim til fólks þar sem Þjóðhátíð var blásin af vegna Covid-19. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég er farinn að hlakka mikið til. […]