Eftirspurn á Vigtartorgi

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði í vikunni til afgreiðslu lágu umsóknir af ýmsum toga. Þrír aðilar sóttu um stöðuleyfi á Vigtartorgi um er að ræða leyfi frá 1. maí til 30. sept. 2020. Þeir sem sóttu um voru Óttar Steingrímsson f.h. Island Adventure, Egill Arnar Arngrímsson f.h. Stakkó ehf og Haraldur Geir Hlöðversson f.h. Seabirds […]

Leggja til tjaldsvæði á Þórsvelli og hugsanlega nýjan fótboltavöll í staðinn

Lögð fram fundargerð starfshóps um skipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð á fundi í Umhverfis- og skipulagsráð í gær. Meta Þórsvöll eftir þjóðhátíð Niðurstaða ráðsins var eftirfarandi: Ráðið er hlynnt því að framtíðar tjaldsvæði fyrir Þjóðhátíð verði á Þórsvelli. Ráðið telur mikilvægt að ekkert verði aðhafst fyrr en eftir að stóru fótboltamótin eru yfirstaðin sumarið 2020. Lagt […]

Leggja til að endurskoða deiliskipulagstillögu

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði í gær þar var meðal annars til umræðu deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut. En á síðasta fundi óskaði Umhverfis- og skipulagsráð eftir greinargerð Skipulagsfulltrúa og skipulagsráðgjafa Alta. Greinargerð dags. 25. nóvember 2019 lögð fram. Eftirfarandi tillaga var samþykkt með 3 atkvæðum H- og E-lista gegn 2 atkvæðum D-lista. Ráðið […]

Viðbygging við Hásteinsstúku

Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja fundaði seinnipartinn í gær. Þar var meðal annars á dagskrá umsókn frá Ólafi Snorrasyni fh. Vestmannaeyjabæjar um leyfi fyrir viðbyggingu við áhorfendastúku. Í viðbyggingu verður komið fyrir búningklefum ásamt aðstöðu við Hásteinsvöll. Óverulegt frávík frá deiliskipulagi Ráðið samþykkti umsóknina en í niðurstöðu ráðsins segir “Að mati ráðsins er um svo óverulegt […]

Áfram verði tjaldað í Áshamrinum á komandi Þjóðhátíð

Á 308. fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja sem haldin var í gær 8. júlí lagði starfshópur um framtíðarskipulag tjaldsvæða á þjóðhátíð fram tillögur sínar. Í starfshópinn voru skipuð Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Dóra Björk Gunnarsdóttir og Páll Scheving ásamt framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúa. Starfshópi var falið að koma með tillögur að framtíðar tjaldsvæði í […]

Ný slökkvistöð norðan við áhaldahús

Á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs þann 5. september 2018 var ákveðið að skipa starfshóp til að skoða betur staðsetningar fyrir framtíðarhúsnæði Slökkvilið Vestmannaeyja. Á fundinum voru þeir Guðmundur Ásgeirsson, Guðlaugur Friðþórsson og Sigursveinn Þórðarson skipaðir í hópinn ásamt Ólafi Snorrasyni framkvæmdastjóra og Friðrik Páli Arnfinnssyni slökkviliðsstjóra. Auk þeirra hefur Sigurður Smári Benónýsson unnið með hópnum. […]

Byggðin stækkar í Búhamri og frístundabyggð

Ekkert lát virðist á byggingar- og framkvæmdagleði Eyjamanna ef marka má fundargerð 297. fund umhverfis- og skipulagsráðs sem haldin var sl. mánudag 21. janúar. Fyrir fundinum lágu umsóknir um einar fimmtán lóðir eða byggingarleyfi. Friðrik Örn Sæbjörnsson og Jóhanna Birgisdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 40 við Brimhólabraut. Sigurður Friðrik Gíslason f.h. S.B. […]

Hleðslubúnaður á Básaskersbryggju og breytingar á lóðum

Það var farið um víðan völl á 296. fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær, 7. janúar. Fyrir fundinum lá beiðni frá Greipi Gísla Sigurðssyni fh. Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á hleðslubúnaði fyrir nýja Vestmannaeyjaferju við Básaskersbryggju. HS VEITUR munu leggja háspennustreng að búnaðinum og sækja um þann hluta en Vegagerðin setur upp annarsvegar spennahús og hleðsluturn […]

Aukið umferðaröryggi leik- og grunnskólabarna.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á þriðjudaginn var farið yfir umferðaröryggi leik- og grunnskólabarna. Umferðarhópur leggur til að bætt verði úr öllum umferðarmerkingum við leikskólana og skólabyggingar Vestmannaeyjabæjar. Yfirfara allar skiltamerkingar, eldri merki verða endurnýjuð og bætt við ef vantar. Mála í götuna 30km umferðarhraða þar sem það á við. Setja upp ljósaskilti við gangbrautir […]

Enn er deilt um tjaldsvæði

Meðal þess sem rætt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær, þriðjudag, var framtíðarlausn fyrir tjöldun í tengslum við Þjóðhátíð. Meirihlutinn lagði fram bókun og harmaði ábyrgðarleysi fulltrúa D-listans að hafa opinberað kostnaðartölur við tjaldsvæði ofan við Hástein og að suður af Týsheimili . „Fulltrúar E og H listans telja mikilvægt að koma á framtíðarlausn […]