Jóhannes Kjarval týnist í Vestmannaeyjum

Heimilið á Látrum í Vestmannaeyjum var venjulegt alþýðuheimili Jóns Lóðs og Klöru og var skreytt að hætti tímans, Bing & Grøndahl keramik á borðum og hillum í stofunni en í innri stofunni skreyttu veggi málverk eftir Engilbert Gíslason frá Vestmannaeyjum, Eyjafjallajökull og brimmynd frá Ofanleitishamri, vestur á Eyju. Í hinni stofunni var eftirprentun af verki […]

Gaman að sinna verkefni með fólki af öllu landinu

Frá því að eldsumbrotin hófust á Reykjanesi hefur mikið mætt á björgunarsveitar fólki við að aðstoða þar, einkum við að tryggja að svæðið sé öruggt og að enginn þeirra þúsunda sem lagt hafa leið sína þangað verði fyrir slysum af völdum gossins. Björgunarsveitir alls staðar af á landinu hafa tekið þátt í þessari vinnu og […]

Á fjallaskíðum í Herjólfsdal

Eyjamenn á öllu aldri hafa nýtt fannfergi undanfarinna vikna og dregið fram lítið notaðar snjóþotur og sleða og herjað á brekkur víðs vegar um Eyjuna. Stakkagerðistún og Herjólfsdalur eru vinsælir staðir til slíks bruns. Gestir í Herjólfsdal ráku þó upp stór augu þegar þau sáu mann bruna á skíðum niður af toppi Dalfjalls í dymbilvikunni […]

Fab lab flytur á þriðju hæð Fiskiðjunnar

Síðan um áramót hefur Fab Lab í Vestmannaeyjum verið á götunni eftir að hafa misst húsaskjól sitt hjá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Því til viðbótar varð smiðjan hálf munaðarlaus þar sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem Fab Lab smiðjurnar störfuðu undir, var lögð niður um áramótin. Nú horfir þó til betri vegar og mun Fab lab eignast nýtt […]

Afhenti Sagnheimum líkan af árabátnum Gideon VE

Eyjamaðurinn, Herjólfur Bárðarson er einn fárra eftirlifandi skipasmiða á Íslandi. Lærði í Vestmannaeyjum og vann nokkur ár við bátasmíðar og viðgerðir. Fljótlega fór hann á sjóinn og stundaði sjómennsku í mörg ár ásamt því að vinna við húsasmíði. Skipasmiðurinn var endurvakinn í smíði líkana af bátum af eldri gerðinni. Upphafið var líkan af víkingaskipinu Íslendingi. […]

Út mars og síðan ekki sögunni meir

EYJAMAÐURINN Sú hefð hefur skapast á Íslandi að menn láti sér vaxa skeggmottu í mars og vekji þannig athygli á átaki Krabbavarnar, Mottumars. Þeir sem fyrir eru fullskeggjaðir safna hinsvegar ekki í mottu heldur raka restina. Þannig var mál með vexti hjá Dúna Geirssyni þegar hann fékk áskorunina um að skarta mottu í mars. Tregur […]

Samgöngur og Reykjarvíkurferð

Karl Johansson skrifaði mikið um samgöngur við Eyjar. Hann hafði sérstakan áhuga á að bréf bærust reglulega frá fjölskyldunni í Svíþjóð og kynnti sér vel skipaferðir til landsins. Sérstaklega talar hann um Lyru, segir að hún komi alltaf annan hvern mánudag. Fari frá Bergen kl. 10 annað hvert fimmtudagskvöld. Hann segir að önnur skip komi […]

Ég er bjartsýnn á betri tíma

EYJAMAÐURINN ÍBV-íþróttafélag kynnti á dögunum til leiks nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Þar er á ferðinni Eyjamaðurinn Haraldur Pálsson. Nafn: Haraldur Pálsson Fæðingardagur: 26. Apríl 1989 Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar Fjölskylda: Sambýliskona mín er Íris Þórsdóttir, synir okkar heita Þórarinn Ingi og Aron Gísli báðir 6 ára. Foreldrar mínir eru Rut og Páll, bróðir minn heitir Kristinn. Uppáhalds vefsíða: […]

Ávaxtakaka, nautakjöt og lasagne

MATGÆÐINGURINN Í síðasta blaði skoraði Sigrún Hjörleifsdóttir á systur sína, „Jónína Björk systir mín er búin að bjóða mér svo oft í mat upp á síðkastið að mér fannst tilvalið að hún yrði næsti matgæðingur Eyjafrétta.“   Heit kaka með ávöxtum og súkkulaði 2 bollar hveiti 2 bollar sykur 1 tsk salt 2 tsk lyftiduft […]

Eyjar með augum gestsins

Í ágúst 1925 komu tveir sænskir smiðir til Vestmannaeyja til að byggja Betel. Húsið Betel var gjöf frá sænskum hvítasunnumönnum til lítils hóps fólks í Vestmannaeyjum sem eignast hafði lifandi kristna trú fjórum árum áður. Hjónin Signe og Erik Asbö og Sveinbjörg Jóhannsdóttir komu til Vestmannaeyja sumarið 1921 og boðuðu fólki trú og afturhvarf. Þeir […]