150 sóttu um 30 sumarstörf hjá VSV

Áður tíðkaðist að nánast allir sem sóttu um sumarstarf hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum fengju vinnu og hefur þurft að sækja mannskap til þess að uppfylla þörf fyrirtækisins. Þessi staða hefur heldur betur breyst og sóttu nú 150 einstaklingar um sumarstarf hjá Vinnslustöðinni, en aðeins 30 voru ráðnir til starfa, segir í svari Lilju Bjargar Arngrímsdóttur, […]
Ísleifur VE og Breki VE með fullfermi, miklar annir í vinnslunni

Ísleifur VE kom til hafnar í morgun af kolmunnamiðum suður af Færeyjum með fullfermi eða um 2.000 tonn. Löndun hófst þegar í stað. Þetta var fyrsta veiðiferð skipsins á kolmunna á vertíðinni. Óhætt er að segja að mikill gangur sé í veiðum og vinnslu hjá VSV þessa dagana. Til að mynda var unnið í saltfiski […]
Vinnslustöðin heldur kröfunni til streitu

Fimm útgerðarfélög af sjö hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum heldur skaðabótakröfu sinni til streitu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi í morgun að verið sé að hugsa málin. Í ljósi þess að fimm útgerðarfélög hafa […]
Markaðsstarf og nýuppgötvuð færni í eldamennsku á veirutímum

„Sala frystra sjávarafurða í verslunum í Frakklandi hefur aukist um 108% frá því stjórnvöld settu á útgöngubann 17. mars 2020. Neytendur bregðast eðlilega við ástandinu með því að kaupa matvöru sem hægt er að geyma lengi og elda heima þegar veitingastaðir eru lokaðir. Þá sjáum við það gerast í verslunum að fólk er hvatt til […]
Vinnslustöðin og Huginn halda makrílkröfu til streitu

Sjö útgerðarfélög gerðu kröfur um bætur á hendur ríkinu vegna skaða sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kröfurnar hljóða samtals upp á rúma tíu milljarða en í gær lýstu fimm þessara félaga því yfir að þau hygðust draga sínar kröfur til baka. Í frétt á Visir.is segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson […]
Sóttvarnir í Vinnslustöðinni ganga vonum framar

Engin kórónaveirusmit hafa greinst í landvinnslu VSV, skipum, erlendum sölufyrirtækjum eða í Grupeixe saltfiskfyrirtæki VSV í Portúgal. Tveir sjómenn greindust með smit en annar var í fríi og hinn í sóttkví og aðrir í áhöfn voru því ekki í smithættu. Smit greindist í dótturfélagi VSV, Hafnareyri, og þar fóru því nokkrir starfsmenn í sóttkví. Starfsfólk HSU í […]
Ísfélagið og Vinnnslustöðin fá undanþágu frá samkomubanni

Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem fengið hafa undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órofinni. Heilbrigðisráðherra veitti undanþáguna að undangengnu samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Tvö fyrirtæki frá Vestmannaeyjum má finna á listanum en það eru Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin hf. ásamt dótturfyrirtækjum. Fram kemur á síðu […]
Met slegin í saltfiskframleiðslu á erfiðum tímum

Starfsfólk Vinnslustöðvarinnar hefur á fyrstu þremur mánuðum ársins framleitt meira af saltfiski en á öllu árinu 2018. Ef svo fer sem horfir verður framleiðslan um miðjan aprílmánuð orðin meiri en á öllu árinu 2019. Fyrir helgina var pakkað 46 tonnum af saltfiski á einum degi. Fróðir menn telja það vera metafköst á sama sólarhringnum í […]
Aðalfundi Vinnslustöðvarinnar frestað

Aðalfundi Vinnslustöðvarinnar hf. sem halda átti fimmtudaginn 26. mars 2020 hefur verið frestað. Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. hefur ákveðið að fresta aðalfundi félagsins sem halda átti þann 26. mars nk. vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Tilkynnt verður um nýja dagsetningu síðar. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins í síma 488 8000. Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. (meira…)
Annar furðuþorskur veiddist við Surtsey

„Ábyggilega er mun líklegra að fá stærsta lottóvinninginn en að draga furðafiska um borð á sama stað í tveimur veiðiferðum í sömu vikunni!“ segir Kjartan Guðmundsson, skipstjóri á Drangavík VE. Áhöfnin kom með að landi á þriðjudaginn gulasta þorsk sem sést hefur, hreinasta furðufyrirbæri og einsdæmi svo vitað sé. Í næstu veiðiferð var […]