Innileg fjöldagleði á árshátíð VSV

Það var kominn tími á að gera sér dagamun og menn gerðu það sannarlega á glæsilegri árshátíð Vinnslustöðvarinnar um helgina. Veirufaraldurinn svipti okkur þessum árlega gleðskap í fyrra en nú small allt. Samkoman tókst líka svona ljómandi vel. Gestir og starfsmenn í Höllinni brostu hringinn, skemmtikraftar fóru á kostum og hljómsveitin Made-in sveitin lék við hvurn sinn […]
Ellefu framúrskarandi fyrirtæki í Vestmannaeyjum

44 fyrirtæki af 853 á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki eru staðsett á Suðurlandi, eða rúm 5 prósent. Athygli vekur að fjórðungur þessara fyrirtækja, 11 alls, eru í Vestmannaeyjum, en þau skipa líka þrjú af fimm efstu sætum listans á Suðurlandi. Næst á eftir Vestmannaeyjum í fjölda fyrirtækja á listanum er svo Selfoss með 10 […]
Síldardansinn dunar

„Síldveiðarnar ganga ljómandi vel. Útgerðarstjórnunin snýst aðallega um að skipuleggja sjósókn þannig að hráefnið komi til vinnslu eins ferskt og kostur er. Þess vegna þurfa skipin oft að bíða í höfn eftir að komast á veiðar á ný til að ekki myndist bið eftir löndun. Við eigum eftir um 4.000 tonn af norsk-íslensku síldinni og […]
Kap strandaði í Vestmannaeyjahöfn (myndir)

Kap VE uppsjávarveiðiskip Vinnslustöðvarinnar losnaði rétt í þessu eftir að hafa strandað í Vestmannaeyjahöfn. Skipið var á leið til löndunar á síld í Eyjum. Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni sagði þetta miður en væri að koma fyrir annað slagið. “Það hleðst reglulega upp rif þarna þar sem Herjólfur er að snúa sér. Þegar þessir stóru skip […]
Gleðileg loðnutíðindi en nú þarf að hyggja líka að löskuðum mörkuðum

„Fyrst og fremst er gleðilegt náttúrunnar vegna að Hafrannsóknastofnunin leggi til liðlega 900.000 tonna loðnukvóta á næstu vertíð og geri líka ráð fyrir sterkum stofni loðnu á vertíðinni þar næsta árs. Stóru tíðindin eru einfaldlega þau að loðnan er hvorki týnd né tröllum gefin! Því má blása í eitt skipti fyrir öll á þær kenningar […]
Kap væntanleg með fyrsta farm síldarvertíðar

„Við komum hingað í síldina á Héraðsflóa í gær en köstuðum ekki fyrr en í morgun. Byrjuðum á því að gera veiðarfæri klár og bíða af okkur brælu. Eitthvað fór að skrapast inn hjá okkur í morgun og meira gerist í dag. Síldin er mjög stór og falleg. Þetta er aðallega norsk-íslensk síld en Íslandssíld […]
Góð makrílveiði í Smugunni þessa sólarhringana

Huginn VE kom úr Smugunni með alls um 1.300 tonn af ferskum og frosnum makríl sem verið er að landa í Eyjum. Kap VE er á miðunum og gert er ráð fyrir að skipið leggi af stað heimleiðis í kvöld eða á morgun með fullfermi, um 800 tonn. Ísleifur VE er um það bil að […]
Tvö smit greindust í eigin veiruprófum Vinnslustöðvarinnar meðal starfsmanna

Tvö COVID-smit hafa greinst undanfarna daga í eigin veiruprófum Vinnslustöðvarinnar meðal starfsmanna, annað í VSV en hitt í þjónustufyrirtækinu Hafnareyri ehf., dótturfélagi VSV. Niðurstöðurnar voru í báðum tilvikum staðfestar á heilsugæslunni með PCR-prófum. „Við höfum tekið á sjöunda tug prófa hjá okkur og starfsmennirnir lýsa mikilli ánægju með að þetta sé yfirleitt gert og hvernig […]
Makrílvinnsla um helgina

Makríll verður unninn hjá Vinnslustöðinni næsta sólarhringinn og fram á sunnudag ef þörf krefur. Kap er á leið til Eyja með hátt í 800 tonn úr Smugunni, stóran fisk og góðan. Skipið heldur þangað aftur að löndun lokinni. Ísleifur er í Smugunni og Huginn er á leið þangað. Bræla hefur verið á þessum slóðum og […]
Enginn COVID-smitaður í áhöfn Kap II

Áhöfnin á Kap II VE er laus úr sóttkví í Grundarfjarðarhöfn, löndun er hafin þar úr skipinu og það heldur síðan til veiða á ný á þriðjudaginn kemur, eftir verslunarmannahelgarfrí áhafnarinnar. Grunur um COVID-smit um borð í Kap II reyndist ekki á rökum reistur, sem betur fer. Tekin voru sýni úr skipverjum sem höfðu veikindaeinkenni […]