Drögum lærdóm af undirbúningi fyrir þriðja leikinn

„Það var ólýsanlega gaman að vakna í morgun, horfa framan í fólkið sitt og alla á förnum vegi í Vestmannaeyjum eftir að hafa tekið að þátt því að færa byggðarlaginu Íslandsmeistaratitilinn. Sjómannadagshelgin verður einstök í ár þegar saman fer fögnuður og heiður til handa sjómönnum og uppskeruhátíð í handboltanum! Þetta var hörkuleikur, við þurftum að […]

Sjómennskan blasti við Óskari Þór eftir starfskynningartúra á Breka VE

„Ég minnist þess ekki að nokkru sinni hafi hvarflað annað að mér en að gera sjómennsku að ævistarfi. Auðvitað var ég sem peyi í kringum pabba og afa í útgerðarstússi þeirra og kynntist engu öðru. Það þurfti ekki einu sinni að ýta við mér til að ég færi sjómannaskólann og kláraði hann!“ Óskar Þór Kristjánsson, […]

Virðisaukaskattur felldur niður á saltfiski í Portúgal

Ríkisstjórn Portúgals hefur hætt tímabundið að innheimta virðisaukaskatt við sölu nokkurra tegunda matvara í innkaupakörfum landsmanna, þar á meðal af ferskum og söltuðum þorski. Á þessar vörur var áður lagður 6% virðisaukaskattur en hann er niður felldur frá 18. apríl til 31. október 2023. Að óbreyttu verður skattheimtan færð í fyrra horf í haust, alla […]

Gengur vel hjá Breka VE

Vefurinn Aflafréttir birtir fréttir með ýmsum upplýsingum um landaðan afla eftir bátum og veiðarfærum. Þar var birt frétt í vikunni þar sem listaðir voru upp aflahæstu bátar með botnvörpu það sem af er apríl. Það er Breki VE sem er aflahæsta skipið á listanum með með 477.5 tonna heildarafla. Sæti áður Nafn Heildarafli Róðrar Mesti afli […]

Breki VE kominn úr velheppnuðu togararalli

Togarinn Breki kom í nótt til Vestmannaeyja eftir að hafa skilað sínum hlut í vorralli Hafrannsóknastofnunar, stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum. Nokkur skip taka þátt í verkefninu hverju sinni og toga á mörg hundruð stöðvum á mismiklu dýpi á landgrunninu. Þetta hefur verið gert með sama hætti frá því árið 1985 og þannig fást sambærilegar upplýsingar […]

Krakkar kynnast loðnu

Fimm tugir nemenda í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja komu í heimsókn til okkar í uppsjávarvinnsluna í dag, kynntu sér loðnu, kreistu úr henni hrogn og smökkuðu hrognin. Spáðu yfirleitt í þennan merkilega fisk frá öllum hliðum enda vel við hæfi því loðna er fiskur þessa árgangs í skólanum! Krakkarnir voru leystir út með nammi – […]

VSV leigir dísilrafstöðvar til öryggis í „landi grænnar orku“

Útilokað er að reka fiskiðjuver í óvissu um hvort raforka sé alltaf tiltæk til að halda öllu gangandi, fyrst og fremst fiskimjölsframleiðslu á yfirstandandi loðnuvertíð. Ef eitthvað klikkar í þeim efnum er voðinn vís, augljóslega. Að leigja rafstöðvar er nauðsynleg öryggisráðstöfun. Þetta segir Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri VSV, í tilefni af því að í morgun […]

Stærsta sandhverfa sem veiðst hefur við Ísland

Stærsta sandhverfa sem veiðst hefur við Ísland kom á land í Vestmannaeyjum þann 25. febrúar síðastliðinn en það var Drangavík VE80 sem kom með fiskinn að landi sem er 86cm á lengd 69cm á breidd og 14,3kg að þyngd slægð. Talið er að fiskurinn hafi veiðst við Ingólfshöfða. Á heimasíðu Hafrannsóknarstofnunnar kemur meðal annars fram […]

Minningargrein: Óskar Þór Hauksson

Vinnudagurinn 26. janúar síðastliðinn byrjaði afar óþægilega hjá okkur í Vinnslustöðinni, þegar samstarfsmaður okkar, Óskar Þór, var sóttur, veikur, af sjúkrabíl á vinnustaðinn. Öll vonuðum við auðvitað, að hann myndi ná sér fljótt og vel og áttum í raun ekki von á öðru. Það var því mikið áfall að fá fréttirnar af andláti Óskars, aðeins […]

Ísleifur VE með fyrstu loðnuna til Vinnslustöðvarinnar

„Við erum með 380 tonn af góðri loðnu sem fékkst austur af Ingólfshöfða. Hrognafyllingin er 14,5% og allt lítur þetta ljómandi vel út. Vonandi verður tíðarfarið á vertíðinni samt hagstæðara en í fyrra,“ sagði Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri á Ísleifi VE, seint í gærkvöld. Skipið var þá á leið til Eyja með fyrstu loðnuna sem uppsjávarhús […]