Skákmeistarinn Sævar Bjarnason leiðir menn um krákustigu skáklistarinnar

Taflfélag Vestmannaeyja hefur fengið alþjóðlega skákmeistarann Sævar Bjarnason til þess að kenna skák næstu daga hér í Eyjum. Kennslan fer fram í húsnæði félagsins við Heiðarveg og mun hann kenna framhaldshópi félagsins. (meira…)
Eyjastemning hjá Toyota á laugardaginn

Næstkomandi laugardag klukkan 12:00 opnar í húsnæði Toyota Nýbílavegi sýning á ljósmyndum Sigurgeirs Jónassonar. Sigurgeir er sá einstaklingur sem hefur náð að skrásetja á filmu sögu eyjanna síðustu áratugi og er talið að ljósmyndasafn hans teljist í milljónum mynda. Sigurgeir hefur haft sérstakan áhuga á óviðjafnalegri fegurð náttúru Vestmannaeyja, dýra- og fuglalífi þeirra og fjölbreytilegu […]
Opinn fundur afmælisnefndar Selfoss

Undirbúningsnefnd fyrir 60 ára afmæli Selfossbyggðar heldur opinn fund í suðursal Hótel Selfoss, í dag klukkan 18.15. Allir sem vilja vera með í starfinu eða hafa hugmyndir sem þeir vilja koma á framfæri eru velkomnir. (meira…)
Grétar Mar Jónsson alþingismaður telur fjárveitingar í Bakkafjöru vanáætlaðar:

Grétar bendir á að 300 metrum fyrir utan væntanlegan hafnargarð sé rif og því þurfi hafnargarðurinn að ná út fyrir rifið til að höfnin verði nothæf. Búast megi við að straumur beri sand inn í höfnina og honum þurfi að dæla burt. Enginn viti hve mikið það verði. „Taka þarf með í reikninginn að fara […]
Kynning á lista- og menningarstarfi í Árborg

Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir umsóknum um styrk til kynningar á lista- og menningarstarfi fyrir börn á aldrinum 5 – 16 ára í sveitarfélaginu. (meira…)
Tuttugu milljarðar
Mikil umræða fer nú fram um hina nýju” Grímseyjaferju. Það er alveg hreint með ólíkindum að fylgjast með þessu máli. Mistök og mistök virðast vera gegnum gangandi allt þetta mál. Kostnaður við þessa blessaða ferju mun stefna í a.m.k. 500 milljónir. Alltaf er svolítið gaman að bera tölur saman. Kostnaður við þessa ferju verður sem […]
Setja upp fjarskiptastöð í og við Knarrarósvita

Félagið Íslenskir radíóamatörar tekur þátt í alþjóðlegri vitahelgi radíóamatöra helgina 17.-19. ágúst. Þessa helgi flykkjast radíóamatörar um heim allan að vitum og í vitaskip og setja upp fjarskiptabúnað sinn þar. Þaðan hafa menn samband við aðra radíóamatöra um heim allan. (meira…)