Gunnar með fyrsta markið fyrir Vålerenga

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði fyrir norska liðið Vålerenga í 2:0-sigri liðsins gegn Fredrikstad í lokaleik 21. umferðar úrvalsdeildarinnar í Noregi. Gunnar skoraði á 10. mínútu með skoti af stuttu færi en fyrra markið skoraði Dan Thomassen eftir aðeins 48 sekúndur. Þetta er fyrsta markið sem Gunnar skorar fyrir Vålerenga frá því hann var lánaður til […]

Stjörnur í Eyjum.

Eyjamenn taka á móti stjörnum prýddu handknattleiksliði Garðbæinga á morgun í N1 deildinni. Leikurinn hefst kl. 19.00. Þar gefst Vestmannaeyingum tækifæri á að sjá liðið, sem spáð er falli annars vegar, og hins vegar liðið, sem spáð er Íslandsmeistaratitli. Handknattleiksunnendur eru hvattir til að láta ekki sitt eftir liggja, og mæta í Íþróttahúsið. Leikurinn er mikill […]

Gunnar Heiðar skoraði í 2:0-sigri Vålerenga

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði fyrir norska liðið Vålerenga í 2:0-sigri liðsins gegn Fredrikstad í lokaleik 21. umferðar úrvalsdeildarinnar í Noregi. Gunnar skoraði á 10. mínútu með skoti af stuttu færi en fyrra markið skoraði Dan Thomassen eftir aðeins 48 sekúndur.Þetta er fyrsta markið sem Gunnar skorar fyrir Vålerenga frá því hann var lánaður til félagsins […]

Eru Bæjarveitur Vestmannaeyja framtíðin?

Í sumar seldi Vestmannaeyjabær sem kunnugt er hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja til Geysir Green Energy fyrir á fjórða milljarð króna. Síðan þá hefur farið fram fjörug umræða um hvað gera skuli við alla þessa peninga. Sýnist sitt hverjum og bæjarstjórn hefur lýst því yfir að ekki verði rasað um ráð fram við ráðstöfun þeirra. […]

�?rjár ferðir á dag yfir sumarið

Gert er ráð fyrir þremur flugferðum á dag, fimm til sex daga vikunnar yfir sumartímann, milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, í nýjum samningi Vegagerðarinnar og Flugfélags Íslands, sem nú er í burðarliðnum. Núgildandi samningur um flugsamgöngur milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja rennur út í lok október og nýr samningur tekur gildi frá og með 1. nóvember. (meira…)

Getraunastarfið hafið

Jæja góðir hálsar þá er getraunastarfið hafið og fór fyrsta vika í hópaleik haustsins fram um helgina og var árangur þokkalegur. Eftir fyrstu vikuna þykir liðið Pint of Foster's líklegast til að standa uppi sem sigurvegari, en það er en langt og strangt getraunahaust framundan og því getur ýmiselgt gerst. Spilaðar verða 12 vikur og […]

Bærinn tekur frumkvæði í uppbyggingu Setursins

Í tillögum þeim er bæjarstjórn Vestmannaeyja lagði fram um mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar í þorskkvóta kennir ýmissa grasa. Tillögurnar eru um margt metnaðarfullar og sýna að bæjaryfirvöld eru reiðubúin að leggja sitt af mörkum til að draga úr því höggi sem sveitarfélagið verður fyrir. Því eru það nokkur vonbrigði að ríkisstjórnin skuli skella skollaeyrum við flestu […]

Samkeppni um hönnun menningarhúss

Ráðgert er að efnt verði til samkeppni meðal arkitekta um hönnun menningarhúss í Vestmannaeyjum, sem rísa mun á lóðinni milli Safnahússins og Alþýðuhússins. Stýrihópur á vegum bæjarins og menntamálaráðuneytisins sem vinnur að málinu telur að rekstri nýs menningarhúss verði best fyrir komið í tengslum við rekstur Safnahússins. (meira…)

Langt og strangt getraunahaust framundan

Jæja góðir hálsar þá er getraunastarfið hafið og fór fyrsta vika í hópaleik haustsins fram um helgina og var árangur þokkalegur. Eftir fyrstu vikuna þykir liðið Pint of Foster’s líklegast til að standa uppi sem sigurvegari, en það er en langt og strangt getraunahaust framundan og því getur ýmiselgt gerst. Spilaðar verða 12 vikur og […]

Stórhuga feðgar ætla að opna fullkomið upptökustúdíó í eyjum

Nýverið festi ljósa -og hljóðkerfaleigan Span kaup á fasteigninni Gamla Betel (Leikskólinn) og þar ætla þeir sér að byggja upp fullkomið upptökustúdíó, eyjar.net heyrði í þessum ofurhugum og vildi fá að vita meira um þessa stórtæku hugmynd. Eigendur ljósa-og hljóðkerfaleigunnar eru feðgarnir Ólafur Guðjónsson (Óli áHvoli/Gæfunni) og Árni Óli. Eyjar.net tók púlsinn á framkvæmdarstjóra Span […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.