Stjörnur í Eyjum.
24. september, 2007

Eyjamenn taka á móti stjörnum prýddu handknattleiksliði Garðbæinga á morgun í N1 deildinni. Leikurinn hefst kl. 19.00. Þar gefst Vestmannaeyingum tækifæri á að sjá liðið, sem spáð er falli annars vegar, og hins vegar liðið, sem spáð er Íslandsmeistaratitli.

Handknattleiksunnendur eru hvattir til að láta ekki sitt eftir liggja, og mæta í Íþróttahúsið. Leikurinn er mikill prófsteinn á ÍBV liðið, sem steinlá í síðasta leik gegn Haukum. Það er eitthvað, sem strákarnir okkar vilja ekki að endurtaki sig.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst