Siglt í Þorlákshöfn síðdegis

Herjólfur_2023_ÓPF_DSC_1763

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45 (Áður kl. 19:45). Þeir farþegar sem áttu bókað kl 17:00 og 20:45 færast sjálfkrafa á milli hafna, aðrir þurfa að hafa samband við skrifstofu Herjólfs […]

Farþegar 344.715 – Ósamið um flugið

Á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn fór bæjarstjóri yfir upplýsingar frá Herjólfi varðandi farþegartölur það sem af er ári. Farþegafjöldinn fyrstu átta mánuðina er 344.715 en það er fækkun um 2,3% miðað við sama tíma í fyrra. Ágústmánuður var sérstaklega góður í ár en farþegar hafa aldrei verið fleiri í þeim mánuði eða 87.077 talsins. Fram  […]

Dýpkunarskipið skuldbundið til að vera til taks í vetur

alfsnes_landey_vegagerdin_is

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir upplýsingar frá Vegagerðinni um stöðuna í Landeyjahöfn. Fram kom að dýpið í höfninni sé gott og sýndi stór mæling í sumar fram á eðlilegt ástand sem getur þó breyst hratt þegar haustlægðirnar skella á. Önnur stór mæling verður tekin í október. Dýpkunarskipið Álfsnes er […]

Met ágústmánuður í farþegaflutningum

„Herjólfur flutti 87.077 farþega í ágúst og hafa aldrei verið fluttir fleiri farþegar í ágústmánuði.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. í samtali við Eyjafréttir. Farþegafjöldi Herjólfs fyrstu átta mánuði ársins er því kominn í 344.715 farþega, sem er 2,3% færri farþegar en fyrstu átta mánuðina 2023. Að sögn Harðar voru öflugir flutningar um […]

Fjármagn vantar fyrir ríkisstyrktu flugi

Flugvel Tms

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í liðinni viku var einu sinni sem oftar umræða um samgöngumál. Fram kemur í fundargerðinni að á fundi með Vegagerðinni í lok ágúst hafi komið fram að búið væri að bjóða út ríkisstyrkt flug til Vestmannaeyja. Ekki er búið að ganga frá samningi því ríkið hefur ekki tryggt að fullu það […]

Breytt áætlun Herjólfs í september

Herj Hraun

Herjólfur ohf. hefur gefið út breytta siglingaáætlun fyrir neðangreinda daga. Farþegar sem eiga bókað í ferðir hér að neðan koma til með að fá símtal frá fulltrúum Herjólfs til þess að breyta bókunum sínum. Ef sigla þarf til Þorlákshafnar þessa daga verða gerðar breytingar og fólk látið vita um leið og það liggur fyrir. 10.september […]

Ófært til Landeyjahafnar

24 DSC 4724

Ófært er orðið til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.  Þar segir jafnframt að Herjólfur sigli því til Þorlákshafnar seinni partinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 20:45. Þeir farþegar sem áttu bókað kl. 18:15, 19:30, 22:00 og 23:15 eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu […]

Siglt aftur til Landeyjahafnar

Hebbi_sjo_IMG_4978

Herjólfur stefnir á að sigla til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:15, 20:45, 23:15. Ef gera þarf breytingu á áætlun, þá gefum við það út um leið og það liggur fyrir, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu […]

Herjólfur til Þorlákshafnar

nyi_herj

Því miður gat Herjólfur ekki sigt til Landeyjahafnar kl. 17:00 og tók stefnuna til Þorlákshafnar. Brottför frá Þorlákshöfn er kl. 20:45 í kvöld. Þeir farþegar sem áttu bókað færast sjálfkrafa milli hafna, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma […]

Fækkun farþega upp á 2,4%

Á fundi bæjarráðs í gær var upplýst að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri átti fund í gær með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna þeirra verkefna sem snúa að Vestmannaeyjaeyjum. Farið var yfir stöðuna m.a. varðandi flug, dýpkun Landeyjahafnar og hafnarframkvæmdir. Betur verður gert grein fyrir stöðunni á næsta fundi bæjarráðs. Íris gerði grein fyrir upplýsingum frá Herjólfi ohf. Um […]