Dýpi var mælt í Landeyjahöfn fyrr í dag og eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan er dýpið í Landeyjahöfn því miður ekki nógu gott. Sanddæluskipið Álfsnes er á leiðinni á svæðið og mun dýpkun hefjast í kvöld. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.
Jafnframt er þess getið að staðan verði tekin að nýju á sunnudaginn kemur. „Því miður verður ekki hægt að sigla eftir sjávarföllum til/frá Landeyjahafnar um helgina þar sem smástreymt er um helgina. Herjólfur siglir því til Þorlákshafnar áfram þar til annað verður tilkynnt.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst