Dalur lét sig ekki fyrr en í fulla hnefana

Húsið Dalur sem byggt árið 1906 og var við Kirkjuveg 35 kvaddi í gær þegar stórtækar vinnuvélar réðust að því með kjafti og klóm. Þar lauk ákveðnum kafla í húsasögu Vestmannaeyja um leið og nýr er að hefjast. Víkur Dalur fyrir fjölbýlishúsi sem rís við Sólhlíðina. Óskar Pétur fylgdist með niðurrifinu og skráði með myndavélinni. Það gaf sig ekki […]

Fasteignamatið hækkar um 11,1%

hus_midbaer_bo

Nýtt fasteignamat fyrir árið 2026 liggur nú fyrir hjá Þjóðskrá. Fasteignamatið í Vestmannaeyjum hækkar um 11,1% milli áranna 2025 og 2026. Hækkar íbúðahúsnæði m.a. um 11,4% og atvinnuhúsnæði um 9,9% milli ára. Líkt og á mörgum stöðum á landinu hefur fasteignamat farið hækkandi í Vestmannaeyjum síðustu ár. Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja. […]

Vel heppnuð og fjölmenn Goslokahátíð

 Goslokin þetta árið heppnuðust vel á allan hátt. Fjölbreytt dagskrá, gott veður og þúsundir gesta lögðust sitt að mörkum til að gera hátíðina sem besta. Í gær var síðasti dagur hátíðarinnar. Hófst dagskráin með Göngumessu frá Landakirkju að krossinum í gíg Eldfells. Þar flutti séra Viðar Stefánsson hugvekju. Þaðan var gengið á Skansinn þar sem […]

Tvö skemmtiferðaskip í Eyjum í dag

Tvo Skip 20250707 112459

Það var engu líkar en að Goslokahátíðin væri ennþá í gangi í dag, svo mikill fjöldi fólks var í bænum. Ástæðan er sú að hér rétt fyrir utan innsiglinguna er eitt stærsta farþegaskip sem siglir hingað að Eyjum. Skipið ber nafnið Carnival Miracle. Carnival Miracle er skemmtiferðaskip sem rekið er af Carnival Cruise Line. Það […]

Skráning í Söngvakeppni barna á Þjóðhátíð er hafin

Búið er að opna fyrir skráningar í Söngvakeppni barna á Þjóðhátíð. Hægt er að skrá börn fædd 2012 og yngri í keppnina, en keppnin skiptist í yngri og eldri flokk. Foreldrar eða forráðamenn sem vilja skrá börn sín til leiks þurfa að nota Google-aðgang (gmail) til að fylla út skráningareyðublað keppninnar. Eldri hópur (2012-2016) https://forms.gle/rd8aZTS6M38oAgRo6 […]

Goslok: sunnudags dagskráin

Nú hefur Goslokahátíðin staðið yfir síðastliðna daga og hefur tekist einstaklega vel til. Í dag er síðasti dagur hátíðarinnar. Hér má sjá dagskrá dagsins. Sunnudagur 5.júlí 10:00 – 17:00 Sýningin Náttúran í Einarsstofu 10:00 – 17:00 Sýning í Sagnheimum með gosmynjum úr eigu safnsins 11:00 -17:00 Ljósmyndasýningin Kynjaverur í Vestmannaeyjum í Gallerí 24 11:00 Göngumessa […]

Eyjamenn náðu í stig af toppliðinu

ÍBV og Víkingur skildu jöfn í Eyjum í dag þegar liðin mættust á Hásteinsvelli í 14. umferð Bestu deildar karla. Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur og lítið um færi á báða bóga. Sverrir Páll Hjaltested var nálægt því að koma Eyjamönnum yfir í fyrri hálfleik þegar hann náði að snúa varnarmann Víkings af sér og […]

Goslok: laugardags dagskráin

Goslokahátíðin er nú í fullum gangi, en dagskráin síðastliðna daga hefur verið einstaklega fjölbreytt og skemmtileg. Hér má sjá dagskrá dagsins. Laugardagur 5. júlí  08:00 Golfklúbbur Vestmannaeyja- Icelandair Volcano open 10:00 Dorgveiðikeppni SJÓVE á Básaskersbryggju 10:00 – 16:00 Sunna spákona í Eymundsson 10:00 – 17:00 Sýning í Sagnheimum með gosmynjum úr eigu safnsins 10:00 – […]

Yfirlýsing hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar og framkvæmdastjóra Herjólfs

20230728 162402

Undirrituð eru sammála um mikilvægi þess að komu- og brottfarartímar almenningssamganga við Vestmannaeyjar standist. Eðlilega getur margt haft áhrif á áætlun Herjólfs, þar á meðal önnur skipaumferð um Vestmannaeyjahöfn. Það varð tilefni þess að framkvæmdastjóri Herjólfs fór þess á leit við hafnarstjóra að tekin verði upp sú regla að Herjólfur njóti forgangs í siglingum innan […]

Laxey: 4 milljarða króna hlutafjáraukning

Laxey, félag sem byggir upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, hefur lokið seinni hluta hlutafjárútboðs vegna uppbyggingar á öðrum áfanga af sex, með aukningu upp á um 4 milljarða króna. Alls hefur félagið þannig aukið hlutafé um 9 milljarða króna á árinu, en um helmingur þeirrar fjárhæðar kemur frá nýjum fjárfestum. Vegna mikillar eftirspurnar frá […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.