Litla Mónakó: Ný sölumet slegin í Eyjum

Óhætt er að segja að fasteignamarkaðurinn í Eyjum byrji með látum í byrjun árs. Þetta staðfestir m.a Halldóra fasteignasali í nýlegu viðtali við Eyjafréttir. Veltan hefur verið óvenjulega mikil m.v árstíma og hafa nú þegar verið sett nokkur sölumet. Dýrasta íbúðin í Foldahrauni / Áshamri (ekki nýbygging ) seld á 46.000.000kr Áshamar 65 Dýrasta 100 […]

Saga sem ekki má glatast eða gleymast

Ingibergur Óskarsson heiðraður af Sjómannadagsráði: „Ingibergur hefur unnið óeigingjarnt og mikið starf við skráningu þeirra sem fóru siglandi gosnóttina fyrir 52 árum til þorlákshafnar. Hvaða bátar og skip komu við sögu. Áhafnir bátanna, myndir og sögur þeirra sem um er fjallað. Öll heimildavinnan. Það er ótrúlega gaman og gefandi að skoða þetta allt saman. Fyrir […]

Jóker-vinningur til Eyja

lotto-2.jpg

Enginn var með 1. vinning í Lottó útdrætti kvöldsins og verður potturinn því fimmfaldur næst! Fimm miðahafar voru með bónusvinninginn og fær hver þeirra tæpar 180.000 krónur í sinn hlut. Tveir miðanna voru keyptir í Happahúsinu í Kringlunni, tveir á vef okkar lotto.is og einn í Lottó appinu. Einn heppinn miðahafi var með allar tölur […]

Hásteinsvöllur: Staðan á framkvæmdum

Nú standa yfir framkvæmdir á Hásteinsvelli, en sem kunnugt er á að setja á hann gervigras. Farið er yfir stöðu framkvæmda á vellinum á vef Vestmannaeyjabæjar í dag. Þar segir að VSÓ ráðgjöf hafi séð um hönnun, verklýsingar og gerð útboðsgagna fyrir Vestmannaeyjabæ eins og þeir hafa gert fyrir fjölda annarra sveitarfélaga í gegnum tíðina. […]

Krafa um tafarlaus viðbrögð vegna lokana á flugbrautum

Reykjavikurflugv Final Isavia

Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi hefur sent frá yfirlýsingu vegna lokunar flugbrauta 13 og 31 á Reykjavíkurflugvelli. Yfirlýsingin var send til borgarstjóra Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu, Isavia og  innviðaráðherra. Í yfirlýsingunni segir að þann 10. janúar sl. hafi verið tilkynnt um verulegar takmarkanir á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Sú takmörkun er fólgin í lokun tveggja flugbrauta, 13 – 31, […]

Mótmælir aukningu á afla til strandveiða

Framkvæmdastjórn SSÍ mótmælir aukningu á afla til strandveiða í tilkynningu sem hún sendi frá sér í dag. Þar segir: Meðan félagsmenn innan SSÍ sem eru launamenn allt árið hjá útgerðum þessa lands, sæta skerðingu á aflaheimildum er stefnt að aukningu á afla til strandveiða. Því er haldið fram óhikað að þessi aukning sé „bara“ tekin úr […]

Bikarleikur í kvöld

Eyja 3L2A7868

8-liða úrslit Powerade-bikarkeppni kvenna í handknattleik fara fram í kvöld. Í Eyjum tekur ÍBV á móti bikarmeisturum Vals. Flautað verður til leiks í Eyjum klukkan 18.00. Leikir dagsins: Dagur Tími Leikur 06. feb. 25 18:00 ÍBV – Valur 06. feb. 25 19:30 ÍR – Haukar 06. feb. 25 19:30 Fram – Stjarnan 06. feb. 25 20:00 Víkingur – Grótta (meira…)

Vísuðu málinu aftur til bæjarins

radhus_vestm_2022

Í lok janúar kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð í máli þar sem deilt er um ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að synja beiðni kæranda um aðgang að verðtilboðum sem bárust vegna raforkukaupa Vestmannaeyjabæjar. Sveitarfélagið heldur því fram að óheimilt sé að afhenda gögnin samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, því þau innihaldi m.a. upplýsingar um einingarverð sem […]

Rauð viðvörun í gildi

Raud Vidv 060225

Seinni rauða viðvörunin tók gildi núna klukkan 8 á Suðurlandi og gildir hún til kl. 13.00 í dag. Farið er að hvessa verulega í Eyjum og má sjá á vindmælingum í Stórhöfða að vindstyrkur var að mælast nú á áttunda tímanum 28 m/s og mældist sterkasta hviðan 37 m/s. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands […]

Fór í 50 metra á sekúndu á Stórhöfða

Vindur PokiIMG 4010

Mesti vindur á landinu í dag mældist á Stórhöfða. Þar var vindur 39.1 á níunda tímanum og var mesta hviða 50,3 m/s. Þetta kemur fram á nýjum vef Veðurstofunar, gottvedur.is. Veðrið er nú aðeins farið að ganga niður og mældist vindur á tíunda tímanum 34 m/s. Minnt er á að önnur rauð viðvörun tekur gildi […]