Stóra Lundaballið

DSC_2448

Veiðifélagið Heimaey mun halda “Stóra lundaballið” í ár þann 16.nóvember nk. Eins og allir vita þá er hringur í framkvæmd lundaballa og þurfa Eyjamenn að bíða í 7 erfið ár eftir Stóra Lundaballinu og þola léleg og þreytandi lundaböll 6 ár í röð frá Hellisey, Suðurey, Álsey, Bjarnarey, Brandinum og  Elliðaey. Það er einlæg ósk […]

Lögreglan – Fjölmenn æfing á morgun

„Kæru íbúar. Á morgun, þriðjudag gætu bæjarbúar orðið varir við aukinn fjölda viðbragðsaðila á ferð um bæinn en það er tilkomið vegna fjölmennrar æfingar,“ segir í nýlegri Fésbókarfærslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. „Langoftast verða bæjarbúar ekki varir við þjálfun viðbragðsaðila en reglulega eru haldnir stærri æfingardagar sem er liður í því að vera í stakk búinn […]

Styðja við varðveislu menningarverðmæta

Undirsk Vestm Is

Vestmannaeyjabær og Stóra sviðið hafa gert með sér samstarfssamning vegna Eyjatónleika sem hafa það m.a. að markmiði að halda utan um þau miklu menningarverðmæti sem Eyjalögin eru. Samningurinn var undirritaður 4. október sl. af Guðrúnu Mary Ólafsdóttur og Bjarna Ólafi Guðmundssyni fyrir hönd Stóra sviðsins, Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra og Kára Bjarnasyni, safnstjóra Safnahúss. Þetta kemur […]

Dýpkun að hefjast í Landeyjahöfn

Alfsnes IMG 6408

„Það þarf á fjarlægja milli 5.000-10.000 m³ úr hafnarmynninu á næstu dögum, taka dýpið úr -7,0 í -8,0m.“ Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar aðspurður um hvernig staðan sé á dýpi í Landeyjahöfn. Álfsnes, dýpkunarskip Björgunar hóf dælingu í höfninni í gær en þurfti samkvæmt heimildum Eyjafrétta að hætta dýpkun vegna bilunar og kom […]

Unnu rúmar 5 milljónir

Peninga

Tveir tipparar gerðu sér lítið fyrir og voru með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. Annar tipparinn keypti kerfisseðil með sex tvítryggðum leikjum sem kostaði 390 krónur og skilaði vinningi uppá 5,3 milljónir króna. Hinn tipparinn keypti venjulegan seðil þar sem hann tvítryggði líka sex leiki og kostaði miðinn 832 krónur.  Vinningurinn sem […]

Ákalli svarað

Í síðustu viku birtust á vef Eyjafrétta þrjár fréttir sem vöktu athygli mína svo um munaði. Ég get því ekki annað en brugðist við ákalli ritstjóra Eyjafrétta og stungið niður penna. Fyrsta fréttin snerist um að Eyjapresturinn Ólafur Jóhann Borgþórsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Gárungarnir voru ekki lengi að setja saman brandara um […]

Góður starfsandi og umhyggjusamt starfsfólk

Jona Hsu

Á vef HSU er rætt  við Jónu Björgvinsdóttur. Jóna er skrifstofu- og rekstrarstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hún hefur starfað hjá stofnuninni samfleytt frá árinu 2001, fyrst á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og svo HSU frá sameiningu þessara stofnana. Áhugamálin fjallgöngur, líkamsrækt og prjónaskapur „Ég er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og gekk hérna í Barnaskólann, Gagnfræðaskólann […]

Bílvelta í nótt

20241006 101358

Í nótt barst tilkynning til lögreglunnar vegna bílveltu á Eldfellsvegi. Stefán Jónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum segir í samtali við Eyjafréttir að tilkynning hafi borist til lögreglu laust fyrir kl. 01:00 í nótt. Að sögn Stefáns hafði ökumaður misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún valt. Spurður um slys á fólki segir […]

Eitt tilboðanna dæmt ógilt

Kubbur Sorp

Í síðasta mánuði var greint frá því að bæjarráð Vestmannaeyja hefði samþykkt samhljóða að taka tilboði Terra í sorphirðu og förgun. Venjan er sú að fagráðið fjalli fyrst um mál sem þessi, sem í þessu tilfelli er framkvæmda- og hafnarráð og í kjölfarið fer málið fyrir bæjarráð. Spurður um ástæður þess að svo var ekki […]

Af vettvangi bæjarmálanna

Það er mér bæði ljúft og skylt að verða við áskorun eyjafrétta/eyjar.net um að skrifa meira um bæjarmálin, enda er ég sannarlega alls ekki farin að huga að framboði á öðrum vettvangi. Af vettvangi skipulagsmála Að mínu mati er skipulagning íbúðabyggðar í Löngulág forgangsmál í skipulagningu íbúðabyggðar. Mér hugnast ekkert sérstaklega að Vestmannaeyjabær sé að skipuleggja […]