Fréttir af baggavélum og lömbum

Síðan ég tók sæti á þingi hefur mér þótt þreytandi að hlusta á þingmenn ákveðinna flokka tala landsbyggðina niður, tala alltaf um okkur landsbyggðafólk eins og þurfalinga sem eigum endalaust bágt og að það sé alltaf verið að ráðast á okkur. Það hlýtur að vera þreytandi að líða alltaf eins og maður sé í vörn […]
Keppendur Orkumótsins mæta í fyrramálið

Á morgun (miðvikudag) munu keppendur Orkumótsins byrja að streyma til Eyja. Gert er ráð fyrir töluverðri aukningu á umferð til og frá keppnissvæðunum næstu daga. Lögreglan í Vestmannaeyjum sendi tilkynningu frá sér í dag vegna þess efnis þar sem hún hvetur vegfarendur að aka varlega og sýna þolinmæði þar sem umferðin verður þyngri en venjulega, sérstaklega […]
Nýir rafstrengir væntanlegir

Skipið BB Ocean hefur verið undanfarna daga í Eyjum og verður næstu vikurnar en það er hér til að undirbúa lagningu nýrra rafstrengja milli lands og Eyja. Þetta kemur fram í færslu á facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar. Sjá einnig: Skrifað undir samninga um tvo nýja strengi til Eyja Muni taka allt 7 daga að spóla strengjunum á […]
Gular viðvaranir á sunnanverðu landinu

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi og Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í dag kl. 13:00 og gildir hún til kl. 01:00 í nótt. Í viðvörunarorðum segir: Austan allhvass eða hvass vindur, 15-20 m/s, undir Eyjafjöllum. Varasamar aðstæður fyrir vegfarendur með aftanívagna eða ökutæki sem taka á sig mikinn […]
Endurvaldi tölurnar og endaði með milljónir!

Þriðjudaginn 17. júní, á sjálfum þjóðhátíðardegi Íslendinga, hlaut heppinn Íslendingur glæsilegan vinning í EuroJackpot – rúmar 35 milljónir króna! Í tilkynningu frá Getspá segir að vinningshafinn, sem er kona, hafi keypt sjálfvalsmiða í gegnum Lottóappið og ákvað að hreinsa út tölurnar sem komu fyrst upp og fá nýjar í staðinn. Sú ákvörðun reyndist sannarlega skynsöm […]
Nýr vegvísir Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna

Kæru Íslendingar, til hamingju með kvenréttindadaginn. Það er merkilegt að hugsa til þess að íslenskar konur hafi verið með þeim fyrstu í Evrópu til að hljóta kosningarétt á þessum degi árið 1915, fyrir 110 árum síðan og því ber að fagna. Enn fremur þykir mér aðdáunarvert að Ísland skuli ennþá tróna á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins […]
Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru

Sigríður Stefánsdóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) af Silju Báru Ómarsdóttur. Sigríður hefur verið varaformaður undanfarin þrjú ár, átti sæti í stjórn Eyjafjarðardeildar félagsins frá 2021 og hefur verið sjálfboðaliði allt frá 2017. Silja Bára sat í stjórn félagsins frá árinu 2018 og var formaður síðustu þrjú árin. Hún […]
Bjórhátíðin haldin um helgina

Hin árlega bjórhátíð Brothers Brewery fer fram í Eyjum næstu helgi, dagana 20. og 21. júní. Hátíðin fer fram í stóru tjaldi við brugghúsið, þar sem gestir fá tækifæri til að smakka ótakmarkað úrval bjóra frá fjölbreyttum brugghúsum, bæði íslenskum og erlendum. Auk þess taka einnig þátt handverksframleiðendur sem sérhæfa sig í sterku áfengi, kokteilum […]
Eykyndill færði Skátafélaginu og Björgunarfélaginu hjartastuðtæki

Í gær færðu fulltrúar slysavarnarfélagsins Eykyndils veglegar gjafir til Skátafélagsins Faxa annars vegar og Björgunarfélags Vestmannaeyja hins vegar. Um er að ræða hjartastuðtæki. Gjafirnar voru afhentar við Vigtartorgið við upphaf dagskrár Þjóðhátíðardagsins. Að sögn Sigríðar Gísladóttur hjá Eykindli verður tækið sem Skátafélagið Faxi fékk staðsett upp í skátaheimili, en þeir eru t.d. að leigja salinn […]
Ný skipan í forystu SFS

Á fundi stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem haldinn var í dag, 17. júní, var samþykkt ný skipan í embætti og stjórnareiningar samtakanna í samræmi við samþykktir. Samþykkt var að Gunnþór Ingvason, varaformaður samtakanna, forstjóri Síldarvinnslunnar hf., taki við formennsku í samtökunum fram að næsta aðalfundi samtakanna. Þá var samþykkt að Ægir Páll Friðbertsson, ritari […]