„Ríkistyrkta flugið verður framlengt um 2 vikur,” skrifar Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri á facebook-síðu sína í morgun. Þar greinir hún frá því að henni hafi verið að berast svar frá innviðaráðuneytinu við ósk hennar um framlenginu á flugi til Vestmannaeyja, sem hún sendi þann 18. febrúar sl.
Í svari ráðuneytisins kemur fram að áfram verði flogið til Eyja vegna aðstæðna í Landeyjahöfn. „Ég er ánægð með að ráðuneytið sýnir okkar aðstæðum skilning. Þó að við öll myndum vilja mun meira þegar kemur að fluginu,” segir bæjarstjóri að endingu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst