Dýpkun gengur vel í Landeyjahöfn og vonandi verður hægt að sigla fulla áætlun fyrr en síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf.
Herjólfur siglir til Landeyjahafnar skv. eftirfarandi áætlun í dag þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 12:00, 17:00, 19:30. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45, 13:15, 18:15, 20:45.
Ferðir kl. 18:15 frá Landeyjahöfn og kl. 19:30 eru því nýjar inn í áætlun í dag og á morgun. Þeir farþegar sem voru bókaðir kl. 20:15 í dag og á morgun færast til 20:45. Hvað varðar siglingar fyrir föstudag, verður gefin út tilkynning á fimmtudag í síðasta lagi, segir í tilkynningunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst