Seinni ferðir dagsins sem áætlaðar voru frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 19:45 falla niður vegna veðurs – og sjólags. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnarmeðlima í huga, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að þeir farþegar sem áttu bókað koma til með að fá símtal frá fulltrúum Herjólfs til þess að færa bókun sína.
Herjólfur siglir á morgun skv. áæltlun til Þorlákshafnar og þar til annað verður tilkynnt. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað. Strætó fer frá Mjódd kl. 09:00 og 18:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst