„Því miður falla niður siglingar seinnipartinn í dag, föstudaginn 28. febrúar sem og fyrri partinn á morgun, laugardaginn 1. mars vegna veðurs og sjólags.” Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Um er að ræða ferðir frá Vestmannaeyjum í dag kl. 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 19:45 og á morgun, laugardaginn 1. mars frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og frá Þorlákshöfn kl. 10:45.
Þeir farþegar sem áttu bókað koma til með að fá símtal frá fulltrúum Herjólfs til þess að færa bókun sína. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga, vonum við að því sé sýndur skilningur. Hvað varðar siglingar seinni part laugardags verður gefin út tilkynning fyrir kl 15:00 á morgun.